Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Hæli
Bóndinn 10. nóvember 2014

Hæli

Fjölskyldan á Hæli er stór og flókin og búreksturinn fjölbreytilegur.

Býli:  Hæli og Selland (Parturinn).

Staðsett í sveit: Í Húnavatnshreppi, í A-Húnavatnssýslu.

Ábúendur: Jón Kristófer Sigmarsson og Ásdís Ýr Arnardóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra):

Fjölskyldan á Hæli er stór og flókin. Helga Dögg (24 ára) er elst, því næst er María Rún (13 ára) og síðan er María Sigrún (12 ára). Yngstur er erfðaprinsinn Kristófer Bjarnar (4 ára) og á nýju ári bætist eitt barn í hópinn. Gæludýrin eru fjögur, smalahundarnir Tása, Fríða og Stormur ásamt kettinum Sófusi sem sér um að halda fjárhúsum músalausum.

Stærð jarðar? Hæli 300 hektarar og Selland 1.700 hektarar.

Gerð bús? Sauðfjárbú, hrossarækt, ferðaþjónusta og bátaútgerð.

Fjöldi búfjár og tegundir? 740 vetrarfóðraðar kindur og 104 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?

Það er mjög misjafnt eftir árstíðum, bæði vinnum við utan heimilis. Ásdís starfar á Blönduósi yfir vetrarmánuðina, Jón Kristófer rekur fjárbíl á haustin og bæði sinna þau ferðaþjónustu á sumrin.

Skemmtilegustu/leðinlegustu bústörfin? Sauðburðurinn er tvímælalaust skemmtilegasta bústarfið en jafnframt það erfiðasta. Einnig er gaman að spá og spekúlera í lömbum á haustin. Annars er öll vinna skemmtileg með réttu hugarfari og góðum félagsskap.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Áframhaldandi uppbygging húsakosts og ræktunar búfjár.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru í góðum farvegi. Passa þarf jöfnuðinn í greininni og að ríkisstuðningur sé til handa þeim sem sannarlega standa í framleiðslu góðra afurða.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Við höfum trú á því að íslenskur landbúnaður eigi eftir að blómstra.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Leggja meiri áherslu á að upplýsa erlenda neytendur um okkar vistvæna framleiðsluferil.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, kók, smjör og egg.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Föstudagskjúklingur í Samkaup og hamborgari í N1. Annars þykir grjónagrautur alltaf góður og lambalæri með öllu tilheyrandi.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Eftirminnilegast og skemmtilegast er þegar einstaklingar úr ræktunarstarfinu, hvort sem eru hrútar eða hross, skara framúr sínum jafningjum og vinna til verðlauna.

4 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...