Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Minkaskinn hækkaðu upp í 5.000 kr. í september, en þurfa að seljast á 9.000 kr. til að standa undir kostnaði.
Minkaskinn hækkaðu upp í 5.000 kr. í september, en þurfa að seljast á 9.000 kr. til að standa undir kostnaði.
Mynd / ál
Fréttir 12. nóvember 2024

Hækkun á minkaskinnum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Björn Harðarson, formaður deildar loðdýrabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir starfsbræður sína bjartsýna eftir að skinn hækkuðu í verði á síðustu uppboðum.

Íslenskir minkabændur selja sín skinn í gegnum uppboðshús í Finnlandi þrisvar á ári og varð þrjátíu prósent hækkun milli ára á uppboði í september. Björn segir það ekki eins mikið og það hljómar þar sem verðið var lágt fyrir. Skinnin fóru úr tæplega 4.000 krónum upp í rúmlega 5.000 krónur stykkið.

Undir kostnaðarverði

Björn segir útreiknað kostnaðarverð við framleiðslu vera í kringum 9.000 krónur á skinn en frá árinu 2015 hefur verðið á minkaskinnum verið mjög lágt. „Fjárhagurinn er erfiður hjá okkur öllum en við höfum þraukað lengi og munum þrauka áfram,“ segir hann.

Öll skinn sem voru í boði á uppboðunum seldust sem hefur ekki gerst í nokkur ár. Björn telur fullt erindi til bjartsýni, enda hafa borist fregnir af aukinni eftirspurn eftir loðfeldum í Kína, þar sem er stærsti markaðurinn með þessar vörur. Næsta uppboð verður í mars, en þá ættu áhrif aukinnar eftirspurnar að koma í ljós.

Undirbúa betri tíð

Á landinu eru sex minkabændur, þar af fimm á Suðurlandi og einn í Mosfellsbæ. Til þess að undirbúa sig fyrir bjartari framtíð stóðu þeir fyrir heimsókn dansks loðdýrabónda til Íslands sem var einn sá fremsti á sínu sviði áður en greinin hrundi þar í landi vegna Covid-niðurskurðar. Hann kom til að hjálpa íslenskum bændum við að flokka dýr og velja bestu einstaklingana í ræktunarstarfið til þess að þeir geti haldið uppi gæðum þrátt fyrir lítinn stofn. Á árum áður var hægt að kaupa lífdýr af honum og fleirum í Danmörku. Eftir pelsun í byrjun vetrar þurfa minkabændurnir á Suðurlandi sjálfir að verka og þurrka sín skinn en hingað til hafði Einar E. Einarsson á Skörðugili í Skagafirði tekið það verk að sér fyrir aðra. Bændurnir keyptu af honum allan búnað og verða með sameiginlega verkun á Túni í Flóa.

Skylt efni: minkaskinn

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...