Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Búfjárþjófnaður skekur bændasamfélag Bretlandseyja enda um stórfellda þjófnaði að ræða.
Búfjárþjófnaður skekur bændasamfélag Bretlandseyja enda um stórfellda þjófnaði að ræða.
Fréttir 21. febrúar 2022

Hækkun á kjöti búfjár kyndir undir þjófnaðarbylgju

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Búfé að verðmæti 2,1 milljón punda hefur horfið af bæjum víðs vegar um Bretlandseyjar á síðasta ári, og óttast er um nýja bylgju þjófnaða, nú er verðlag lambakjöts fer hækkandi. Þjófnaður búfjár var þó 5% lægri en frá árinu áður en NFU Mutual (National Farmers Union Mutual) varar við því að talið er að slík iðja aukist nú á árinu 2022.

Vegna heimsfaraldursins er hófst tveimur árum áður fóru útgjöld vegna búfjárþjófnaðar lækkandi, um allt að 25,5%, og sneri þar með við þróun hækkunar sem hefur átt sér stað undanfarinn áratug. Með núverandi verðhækkun, þar á meðal á kjöti, eru menn uggandi og telja að það muni ýta undir nýja bylgju þjófnaða eins og áður sagði, en þessi glæpastarfsemi vegur hvað þyngst á afkomu bænda ef undan er talinn þjófnaður á vélbúnaði. Hafa nú verið innleidd hátæknivædd öryggis- og merkingakerfi ætluð búfé, auk DNA prófa sem gerir glæpamönnum sífellt erfiðara fyrir að koma dýrunum í endursölu.

Rebecca Davidson, sérfræðingur dreifbýlismála hjá NFU Mutual, sagði að þótt fréttir af minnkandi glæpatíðni frá síðasta ári væru jákvæðar vildi hún hvetja til varúðar. Þjófnaður búfjár væri sá glæpur sem ylli bændum hvað mestum áhyggjum auk þess sem velferð dýranna sem stolið væri færi oftar en ekki forgörðum. „Sú staðreynd að stórfelldir þjófnaðir eiga sér stað enn sýnir að það er ekkert pláss fyrir annað en varkárni.“

Þjófnaður búfjár er eins og fólk gerir sér grein fyrir ekki nýjar fréttir, slíkt hefur verið í gangi um aldir þótt hér áður fyrr einskorðaðist þjófnaðurinn hvað helst við nokkur lömb eða einn og einn nautgrip. Nútildags er hins vegar um að ræða skipulögð glæpagengi og glæpi sem fela til dæmis í sér að yfir 50 kindur eru teknar í einu.

Til að falla ekki í þá gryfju að versla kjöt sem mögulega hefur verið stolið og slátrað á ólöglegan hátt er almenningi ráðlagt að versla ekki við aðra en sem merkja kjöt sitt með Red Tractor merkinu. NFU Mutual hefur lagt áherslu á að styðja verkefni er hjálpa til við að fyrirbyggja þjófnað, svo sem notkun skynjara er greina óvenjulega virkni og gera viðvart. Einnig hafa þeir komið á fót skýlum þar sem stolin húsdýr fá inni, aðhlynningu, mat og annað meðan á lögreglurannsókn mála þeirra stendur.

Meðvitund um þessi málefni hafa svo enn frekar hvatt samfélagið til þátttöku og þá sérstaklega er fólki bent á að láta vita ef tekið er eftir grunsamlegum flutningum búfjár. Áætlað er að taka sérstaklega á þessum málum á árinu enda telur NFU að aðgerðir þess efnis – að gera samfélagið meðvitað, vinna með samstarfsaðilum í leit að stolnu búfé eða afurðum ólöglegrar slátrunar og þar fram eftir götunum marki skýra línu er kemur að getu glæpamanna til að láta greipar sópa.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...