Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Heildsöluverð á mjólk mun haldast óbreytt.
Heildsöluverð á mjólk mun haldast óbreytt.
Mynd / smh
Fréttir 24. október 2024

Hækkun á afurðaverði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í síðustu viku kynnti verðlagsnefnd búvara um hækkun á lágmarks afurðaverði til kúabænda.

Hækkar lágmarksverðið um 2,73 prósent og fer úr 132,68 krónum á lítra í 136,30 krónur á lítrann.

Í rökstuðningi verðlagsnefndarinnar kemur fram að hækkunin sé til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun sem byggði á verðlagi í desember 2023 og tók gildi í janúar 2024.

Ákvörðunin um hækkun á afurðaverði er tekin á grundvelli verðlagsgrunns kúabús frá 2001.

Búist er við að vinnu við uppfærslu hans ljúki um næstu mánaðamót. Þá rennur út skipunartími starfandi nefndar og því líklega um síðustu ákvörðun núverandi nefndar að ræða.

Sjaldgæft er að verðlagsnefndin ákveði ekki heildsöluverð á mjólk og mjólkurvörum samhliða hækkunum á afurðaverðinu, en það gerðist þó núna. Kolbeinn Hólmar Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir að þetta sé í annað sinn á þessum skipunartíma frá 2022 sem heildsöluverðið sé ekki hækkað. „Það hefur verið að frumkvæði iðnaðarins, sem vill með því leggja sitt af mörkum við að ná niður verðbólgunni,“ segir hann.

Heildsöluverð á mjólk og mjólkurvörum helst því óbreytt

Skylt efni: Afurðaverð

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...