Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Heildsöluverð á mjólk mun haldast óbreytt.
Heildsöluverð á mjólk mun haldast óbreytt.
Mynd / smh
Fréttir 24. október 2024

Hækkun á afurðaverði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í síðustu viku kynnti verðlagsnefnd búvara um hækkun á lágmarks afurðaverði til kúabænda.

Hækkar lágmarksverðið um 2,73 prósent og fer úr 132,68 krónum á lítra í 136,30 krónur á lítrann.

Í rökstuðningi verðlagsnefndarinnar kemur fram að hækkunin sé til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun sem byggði á verðlagi í desember 2023 og tók gildi í janúar 2024.

Ákvörðunin um hækkun á afurðaverði er tekin á grundvelli verðlagsgrunns kúabús frá 2001.

Búist er við að vinnu við uppfærslu hans ljúki um næstu mánaðamót. Þá rennur út skipunartími starfandi nefndar og því líklega um síðustu ákvörðun núverandi nefndar að ræða.

Sjaldgæft er að verðlagsnefndin ákveði ekki heildsöluverð á mjólk og mjólkurvörum samhliða hækkunum á afurðaverðinu, en það gerðist þó núna. Kolbeinn Hólmar Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir að þetta sé í annað sinn á þessum skipunartíma frá 2022 sem heildsöluverðið sé ekki hækkað. „Það hefur verið að frumkvæði iðnaðarins, sem vill með því leggja sitt af mörkum við að ná niður verðbólgunni,“ segir hann.

Heildsöluverð á mjólk og mjólkurvörum helst því óbreytt

Skylt efni: Afurðaverð

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...