Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hægt að sækja um nýliðunarstyrk í landbúnaði
Fréttir 1. ágúst 2021

Hægt að sækja um nýliðunarstyrk í landbúnaði

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um nýliðunarstuðning í landbúnaði í samræmi við IV. kafla reglugerðar nr. 430/2021 um almennan stuðning við landbúnað.

Markmið stuðningsins er að aðstoða nýliða við að hefja búskap og auðvelda ættliðaskipti í landbúnaði.

Þeir einstaklingar einir geta sótt um stuðning sem uppfylla neðangreindar kröfur:

  1. Uppfylla skilyrði skv. 3. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað
  2. Eru á aldrinum 18-40 ára á því ári sem óskað er eftir stuðningi.
  3. Eru að kaupa búrekstur eða hlut í búrekstri í fyrsta skipti eða hafa leigt eða keypt búrekstur innan þriggja ára frá 1. janúar á umsóknarári.
  4. Hafa ekki áður hlotið nýliðunarstuðning samkvæmt reglugerð þessari að teknu tilliti til 17. gr.
  5. Hafa ekki hlotið nýliðunarstuðning í mjólkurframleiðslu eða bústofnskaupastyrki til frum­býlinga í sauðfjárrækt samkvæmt þágildandi reglum árin 2015-2016.
  6. Hafa með sannarlegum hætti lagt út fyrir fjárfestingu annaðhvort með eigin fé eða lántöku.

Fylgiskjöl með umsókn eru eftirfarandi:

  1. Yfirlýsing um að umsækjandi sé nýliði.
  2. Upplýsingar um eignarhald lögaðila úr fyrirtækjaskrá RSK, sé um lögaðila að ræða.
  3. 5 ára rekstraráætlun með greinargerð, unnin af fagaðila, svo sem Ráðgjafarmiðstöð land­búnaðarins.
  4. Afrit af þinglýstum kaupsamningi vegna fjárfestingar sem óskað er stuðnings við.
  5. Afrit af reikningum fyrir kaupum.
  6. Afrit af leigusamningi, ef við á.

Áhugasömum umsækjendum er bent á að kynna sér breyttar forgangsreglur.

Umsóknum skal skila inn á www.afurd.is greiðslukerfi landbúnaðarins og er umsóknarfrestur 1. september n.k.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...