Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hægeldaður lambabógur
Matarkrókurinn 6. júní 2023

Hægeldaður lambabógur

Höfundur: Hafliði Halldórsson

Þegar þetta er ritað lekur slyddan niður rúðuna og fátt minnir á vor, sumar og grillmat sem sam- kvæmt almanakinu ætti að vera umfjöllunarefnið núna í lok maí.

Við skulum samt ekki örvænta, það kemur á endanum og þá burstum við rykið af grillinu og njótum okkar í sólinni. En þar sem útsýnið hefur þau áhrif að vetrarmatur er mér ofarlega í huga læt ég vaða á hægeldaðan og bragðgóðan rétt sem á svo sem líka við í íslensku vori eins og það gerist best, rétt slefandi í tveggja stafa tölu yfir hádaginn.

Einn af vanmetnustu bitum lambsins, sem og annarra ferfætlinga, er bógur sem of fáir hafa prófað að matreiða. Til að gera góðan mat úr bóg þarf aðallega ögn af þolinmæði og skipulagi. Best er að bógurinn fái langan eldunartíma á lágum hita. Þá verður niðurstaðan sannkölluð veislumáltíð.

Hér er mælt með 5 tímum að lágmarki fyrir lambabóg, en ekki er síðra að gefa bógnum 7-8 klst. í ofninum. Í skipulaginu þýðir það að með smá undirbúningi deginum áður en hann er eldaður má brúna og krydda kjötið og skella svo í ofninn áður en fólk fer til vinnu að morgni og eiga svo von á góðu þegar heim er komið.

Meðlætið er einfalt og fljóteldað, og má einnig undirbúa það deginum áður að stórum hluta.

Hægeldaður lambabógur með maís, smælki, grilluðu flatbrauði og hrásalati

Fyrir 4 pers.
Tími 5 1⁄2 klst.

  • 1,5 kg lambabógur
  • 2 msk. matarolía
  • Salt & pipar
  • 1 kanilstöng
  • 1 msk. reykt paprikuduft
  • 1 msk. broddkúmen
  • 1 msk. fennelfræ
  • 2 kvistar ferskt timían
  • 1,5 l vatn
  • 1 l lambasoð
  • 1 stk. hvítlauksgeiri
  • 1 msk. púðursykur
  • 1 stk. laukur
  • 5 stk. sveppir
  • 1⁄2 sítróna

Stillið ofninn á 90 °C. Nuddið bóginn með salti og brúnið á vel heitri pönnu með olíunni á háum hita í 3-5 mínútur á hvorri hlið.

Setjið bóginn í djúpa ofnskúffu, nuddið kryddinu á og bætið við restinni af því sem fram kemur í uppskriftinni, breiðið yfir með álpappír (eða setjið í ofnpott með loki) og eldið í a.m.k. 5 klst. En ekki er síðra að teygja eldunartímann í 7-8 klst.

Ristaður maís
  • 4 stk. foreldaðir maísstönglar
  • 100 g smjör
  • 50 ml olía
  • íslenskt sjávarsalt

Penslið maísstönglana með olíunni og stráið salti yfir. Grillið eða steikið á pönnu, vel á öllum hliðum, áður en stöngullinn er smurður með smjörinu og borinn fram.

Sósa
  • Steikingarsafi
  • 50 g kalt smjör

Sigtið safann úr ofnskúffunni í pott þegar lambakjötið hefur verið eldað, haldið kjötinu heitu. Fleytið megnið af fitunni af og látið vökvann sjóða niður um þriðjung.

Takið pottinn af eldavélinni og pískið smjöri saman við í litlum bitum, bragðbætið með salti og pipar og sítrónusafa eða ediksslettu eftir smekk.

Ofnbakað smælki með sýrðum rjóma
  • 300 g kartöflusmælki
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 50 g ólífuolía
  • íslenskt sjávarsalt
  • 100 ml sýrður rjómi
  • 10 ml sítrónusafi
  • 1 tsk. hunang

Hitið ofn í 180 °C. Skolið kartöflurnar og þerrið. Sjóðið þar til eru mjúkar, sigtið vatnið frá og setjið kartöflur í ofnskúffu. Bætið við olíu, hvítlauk og salti eftir smekk. Bakið í 25 mínútur. Blandið sýrða rjómanum, sítrónusafanum og hunanginu saman í skál og bragðbætið með salti eftir smekk. Veltið kartöflunum upp úr blöndunni og berið fram.

Grillað flatbrauð
  • 120 ml volgt vatn
  • 1 msk. góð ólífuolía
  • 1 tsk. salt
  • 1⁄2 tsk. þurrger
  • 220 g hveiti

Setjið vatnið og þurrgerið saman í skál og bíðið í 5 mínútur. Bætið við olíu, hveiti og salti og blandið vel saman. Hnoðið deigið þar til mjúkt og látið hefast í 30 mínútur. Stillið ofninn á 225 °C eða hafið pönnu vel heita. Fletjið deigið út í 1 cm þykkt og skerið í ákjósanlegar stærðir.

Burstið olíu á báðum hliðum og grillið eða steikið á pönnu í 2 mínútur á hvorri hlið, eða setjið í forhitaðan ofninn í 4-5 mínútur. Penslið aftur með olíu og stráið yfir þurrkuðum jurtum að eigin vali.

Hrásalat
  • 1⁄2 haus rauðkál – niðurskorið
  • 2 stk. gulrætur – rifnar niður
  • 100 ml eplaedik
  • 100 g sykur
  • salt og pipar

Setjið sykur og eplaedik í pott og leyfið suðunni að koma upp. Leyfið blöndunni að kólna áður en rauðkálinu og gulrótunum er bætt við. Bragðbætið með salti og pipar. Þessa uppskrift er tilvalið að gera í magni og geyma í loftþéttu íláti í ísskápnum.

Skylt efni: lambakjöt

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f