Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hæ, öll, bestu vetrardekkin eru ónegld!
Lesendarýni 19. febrúar 2024

Hæ, öll, bestu vetrardekkin eru ónegld!

Höfundur: Lárus Elíasson, skógarbóndi í Rauðsgili.

Nú þurfum við ekki lengur að aka á negldum vetrardekkjum til að tryggja öryggi okkar og þeirra sem við elskum.

Lárus Elíasson.

Samtímis getum við sparað samfélaginu mikla fjármuni með því að slíta götum eins og við ökum á einum bíl, en ekki 20 samtímis. Líka ef við ökum öll á naglalausum dekkjum þá fórnum við ekki 300 íslenskum lífárum árlega.

Þessi gleðitíðindi hafa litla athygli fengið, kannski vegna þess að gömul reynsla segir annað og mögulega er Pisa-læsi ekki bara slök hjá ungmennum, heldur hjá
þeim eldri líka.

Í FÍB blaðinu (3. tbl. 2023) er dekkjapróf frá norsku og sænsku systursamtökum FÍB. Niðurstöður þeirrar könnunar eru ekki birtar hér heldur er fjallað um meðvitað eða ómeðvitað getuleysi FÍB til að lesa í þessar prófunarniðurstöður.

Prófuð voru átta negld og átta ónegld vetrardekk í sitt hvoru lagi. Niðurstaðan sem EKKI er dregin fram er samt sláandi. Bestu ónegldu vetrardekkin koma betur út úr sama prófi en bestu negldu vetrardekkin. Reyndar eru þrjú bestu ónegldu vetrardekkin jafngóð eða betri en besta neglda vetrardekkið. Á sama skala má sjá að lélegustu negldu vetrardekkin eru skárri en lélegustu ónegldu vetrardekkin, sem er reyndar í samræmi við reynslu margra eldri ökumanna, sem hafa þá hreinlega misst af tækniþróuninni í gerð nýjustu ónegldra vetrardekkjanna.

Af hverju þetta er ekki dregið fram er óskiljanlegt. Nema þá ef það samræmist ekki úreltum skoðunum einhverra hjá FÍB, sem þá birta niðurstöðu sem þau eru annaðhvort ekki (Pisa) læs á, eða kjósa að þegja yfir þar sem þær hugnast þeim ekki.

Niðurstaðan er samt sláandi. Ef þú vilt vera örugg, aktu þá á einu af bestu naglalausu vetrardekkjunum.

Einhver kann að segja að þetta sé heildarstigagjöf og eigi ekki við akstur á ís. En því er til að svara að besta neglda dekkið og þriðja besta óneglda vetrardekkið fá sömu stigagjöf fyrir akstur á ís.

Með óskum um að nota rannsóknir, vísindi og staðreyndir í umfjöllun um málefni í stað gamalla bábilja.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...