Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Gúrkutíð
Leiðari 25. júlí 2022

Gúrkutíð

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir, ritstjóri Bændablaðsins

Runnin er upp sumartíð, ferðatíð og þar með gúrkutíð hjá fjölmiðlum. En ekki bændum.

Þeir hafa í nógu að snúast langa sumardaga og nætur við bústörf, heyverkun og framleiðslu svo við hin getum gengið að góðum mat vísum í næstu búð. Árstíðabundnar vörur garðyrkjubænda fara nú að tínast í verslanir og vert að velja þær gæðavörur þegar það er í boði. Eins og fram kemur í blaðinu er kartöfluuppskera hafin og brátt bætist útiræktaða grænmetið við.

Við búum svo vel að matarkistunni sem eyjan okkar er. Dag hvern berast nú hamfarafréttir af hitabylgjum, flóðum og skógareldum sem raskar landbúnaði og lífsgæðum um allan heim. Bætist sá vandi ofan á volæði og ömurð síðustu missera og undirstrikar sem aldrei fyrr mikilvægi þess að stuðla að sjálfbærni þjóða. Eins og staðan er í dag eru möguleikarnir til þess að mörgu leyti betri hér á landi en víða annars staðar. Hér er friður og pláss. Nóg er af landgæðum, hita og vatni auk þess sem veðurskilyrði eru að breytast til hins betra fyrir ýmsa jarðyrkju. Hér er líka hugvit og þekking, metnaður og vilji til verka.

Vaxtarmöguleikar í garðyrkju og kornrækt eru gríðarlegir og það eru stórfjárfestar að átta sig á eins og kemur fram í forsíðufrétt blaðsins. Kaup Eikar á Lambhaga eru risavaxin, fela í sér tröllauknar fjárhæðir fyrir verðmæta borgarlóð fyrirtækis sem framleiðir yfir 80% af öllu salati á landinu. Áhugavert verður að fylgjast með þróun á umhverfi garðyrkjuframleiðslu í framhaldi af þessari stórfregn.

Eins og staðan er núna sjá um 200 garðyrkjubændur fyrir um 43% af framboði grænmetis á landinu og innlend framleiðsla á korni til manneldis er aðeins um 1% af heildarneyslu.

Einhverra hluta vegna hefði ég haldið að umfang garðyrkjuframleiðslu hefði aukist mikið á síðastliðnum áratug en svo fer fjarri, ef marka má framleiðslutölur úr mælaborði landbúnaðarins. Þar munar varla neinu á mörgum magntölum milli áranna 2021 og 2011. Jafn mikið var framleitt af blómkáli, gulrótum, sveppum þá og nú. Gúrkur, tómatar, paprikur, rófur og kartöflur hafa vaxið eitthvað. Hástökkvararnir eru hvítkál og kínakál. Árið 2011 var framleitt 207 tonn af hvítkáli og 54 tonn af kínakáli, en í fyrra var talan 449 tonn fyrir hvítkál og 185 tonn fyrir kínakál.

Þessar tölur eru takmörkunum háðar og miðast til að mynda við skilyrði um opinberan rekstrarstuðning sem nú loksins er verið að endurskoða. Löngum hefur verið hvatt til meiri fjölbreytni afurða og aukins sveigjanleika bænda til að framleiða fleiri tegundir. Þá án þess að verða af sömu möguleikum á eðlilegu lífsviðurværi og ræktun einnar tegundar gefur. Væri ekki dásamlegt ef normið væri að íslenskar baunir, kúrbítur, eggaldin og aspas fengjust alla jafna út í búð?

Annar þáttur sem gæti gefið garðyrkjunni byr undir báða vængi væri uppfærsla og efling menntunar á sviðinu, en vænta má mikils af Fsu gagnvart iðnnáminu. Þá væri akkur í garðyrkjumenntun á háskólastigi.
Þriðji þátturinn tengist aðgengi að vinnuaðstöðu og innviðum. Þörf er á landsvæðum með jarðhita, fjármagni til að byggja upp framleiðslu, tækjum til að vinna úr afurðunum neysluhæfar matvörur svo ekki sé talað um húsnæði fyrir starfsfólk sem kýs að starfa við garðyrkju. Vona ég að nýtt átak í húsnæðismálum sem innviðaráðherra kynnti nýlega muni verða til þess að framboð á híbýlum í nálægð við garðyrkjuframleiðslu aukist.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...