Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gulönd
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 5. maí 2023

Gulönd

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Gulönd er fiskiönd líkt og toppönd, enda oft kölluð stóra systir toppandarinnar. Þær virðast stundum líkar í fjarska, sérstaklega kvenfuglarnir. En gulönd er áberandi stór, hún er okkar stærsta ferskvatnsönd og mun stærri en litla systir hennar. Stofninn er hins vegar mun minni, eða um 300 varppör á meðan stofn litlu systur hennar er tífalt stærri. Hún hefur sérhæft sig sem fiskiæta og er mjög lagin við að kafa eftir smásilung, laxaseiðum og hornsílum. Þær eru ákaflega styggar og með allra styggustu fuglum á landinu. Endrum og sinnum þegar ís hefur lagt yfir ár og vötn þá hafa örfáir fuglar leitað á opnar ár nærri mannabyggðum. Nú á liðnum vetri voru t.a.m. nokkrar gulendur sem héldu sig á læknum í Hafnarfirði. Fyrir marga var það einstakt tækifæri til að virða fyrir sér þessar stóru fallegur endur án þess að þær væru
að fljúga í burtu. Hún er staðfugl og utan varptíma eru þær nokkuð félagslyndar. Þá sjást þær gjarnan í litlum hópum á straumvatni og stöðuvötnum.

Skylt efni: fuglinn

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...