Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gullvör
Menning 25. apríl 2023

Gullvör

Höfundur: Vilmundur Hansen

Snorri Aðalsteinsson, fyrrverandi trillusjómaður frá Höfn í Hornafirði, hefur sent frá sér ljóðabók sem hann kallar Gullvör.

Að sögn Snorra veitti einveran á miðunum honum oft gott næði til að setja saman ljóð í bundnu máli og þrátt fyrir að hann hætti á sjó héldu ljóðin á ram að verða til. Í bókinni er að finna bæði ljóð og lausavísur á íslensku og ensku

Heitið Gullvör er rakið til hjartagóðs verndarvættis sem heldur til í Hrafnkelsdal í Múlaþingi og gengur suður úr Jökuldal. Vætturinn er ábúendum og ekki síst börnum í dalnum hjálparhella þegar á þarf að halda og þykir það góðs vottur vitjist Gullvör einhverjum í draumi.

Í kynningu segir að Snorri sé fæddur og uppalinn í Vaðbrekku í Hrafnkelsdal og að bókin líti dagsins ljós í framhaldi þess að frændi hans, Ragnar Ingi, frá sama bæ hafi kvatt hann til að gefa hana út.

Skylt efni: bókaútgáfa

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...