Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Birgir og starfsmenn hans voru í óðaönn að pakka hátíðarliljunum  ́Tete a tete ́ til dreifingar í stórverslunum um land allt. Þær eru þeim gæðum gæddar að eftir að þær hafa prýtt híbýli landans er hægt að planta þeim út í garð.
Birgir og starfsmenn hans voru í óðaönn að pakka hátíðarliljunum ́Tete a tete ́ til dreifingar í stórverslunum um land allt. Þær eru þeim gæðum gæddar að eftir að þær hafa prýtt híbýli landans er hægt að planta þeim út í garð.
Líf og starf 7. apríl 2023

Gular plöntur í algleymi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Mekka pottaplönturæktunar er í Hveragerði. Einungis tveir framleiðendur rækta pottaplöntur allan ársins hring og eru þeir báðir starfræktir í blómabænum. Annar þeirra er Birgir Steinn Birgisson hjá garðyrkjustöðinni Ficus.

Páskarnir eru háannatími hjá Birgi, sem færir tilteknum stórverslunum 25.000 hátíðarliljur ́Tete a tete ́ til sölu og dreifingar ásamt fleiri fallegum gullituðum blómum. Birgir ræktar pottaplöntur og sumarblóm og dreifir þeim í umboðssölu í helstu stórmarkaði.

Hátíðarliljurnar ́Tete a tete ́eru þeim gæðum gæddar að eftir að þær hafa prýtt híbýli landans er hægt að planta þeim út í garð. Að tveimur árum liðnum koma þær svo upp aftur og blómstra þegar jörð þiðnar.

Birgir ræktar um 250.000 inniplöntur og 150.000 sumarblóm yfir árið. Hann hefur ekki tölu á tegundum og segir að handtökin séu þónokkur. Hann fagnar pottaplöntuáhuga landans, sem sannarlega glæðir heimilin huggulegheitum og tryggir rekstrargrundvöll framleiðenda á borð við hann.

„Á tíu ára tímabili átti fólk ekki að hafa blóm heima hjá sér. Allar auglýsingar í Bo Bedre og Hús&híbýli sýndu steríl heimili.“ Það reyndust erfið ár fyrir framleiðendur.

„Svo kemur hrunið. Þá fer fólk meira að spá í hlutina heildrænt. Ungt fólk fór að versla plöntur og gera umhverfi sitt huggulegra en líka til að auðga súrefni á heimilinu. Síðan í hruninu hefur bæði áhugi og sala á pottaplöntum vaxið.“

Birgir segir þessa tískubylgju í kjölfar hruns ekki tilviljun. „Eldri garðyrkjubændur sögðu alltaf að þegar þjóðfélagið horfist í augu við vandamál þá aukist sala á plöntum. Ég varð var við það í heimsfaraldrinum. Fyrsta mánuðinn seldi ég ofboðslega lítið því enginn fór út úr húsi. En svo jókst salan og ég hef aldrei selt jafn mikið og á því tímabili, enda vildi fólk hafa fallegt heima hjá sér því það þurfti að hanga þar svo mikið.“

Birgir á sér uppáhaldsplöntu. „Hortensía er drottning blómanna. Hún er erfið, þarf að drekka mikið og lætur ekki gleyma sér. Þú getur fengið hana aftur í blóma með því að hafa hana inni í óupphituðu gróðurhúsi yfir vetur. Hún myndar ný blóm við kulda. Með því að klippa hana svo vel niður í marsmánuði þá tekur hún við sér og blómstrar aftur í júlí eða ágúst.“

11 myndir:

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...