Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Grunur um salmonellusmit hjá Reykjagarði
Mynd / BGK
Fréttir 4. ágúst 2020

Grunur um salmonellusmit hjá Reykjagarði

Höfundur: Ritstjórn

Grunur er um að kjúklingahópur sem slátrað var hjá Reykjagarði hafi verið smitaður af salmonellu og varar Matvælastofnun við neyslu á kjúklingi úr þeirri framleiðslulotu.

Umræddur kjúklingahópur er með rekjanleikanúmerin 002-20-26-3-01 og 003-20-26-2-01 og er seldur undir merkjum Holta, Kjörfugls og Krónunnar. Fyrirtækið hefur hafið innköllun.

Innköllunin nær eingöngu til eftirfarandi framleiðslulota:

  • Vöruheiti: Holta, Kjörfugl og Krónu kjúklingur
  • Vörutegund: Heill fugl, bringur, lundir, bitar
  • Framleiðandi: Reykjagarður hf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík
  • Rekjanleikanúmer: 002-20-26-3-01 og 003-20-26-2-01
  • Dreifing: Iceland verslanir, Hagkaups verslanir, Krónan, KR Vík, Kjarval, Nettó og Costco

Í tilkynningu Reykjagarðs er fólk sem hefur keypt kjúkling með þessum rekjanleikanúmerum beðið um að að skila vörunni til viðkomandi verslunar, eða beint til Reykjagarðs hf., Fosshálsi 1,110 Reykjavík Þá er tekið fram að ef áprentuðum leiðbeiningum á umbúðum sé fylgt ætti kjúklingurinn að vera hættulaus fyrir neytendur. Gæta þurfi að því að blóðvökvi berist ekki í aðra matvöru og steikja kjúklinginn vel í gegn.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...