Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Grunur um salmonellusmit hjá Reykjagarði
Mynd / BGK
Fréttir 4. ágúst 2020

Grunur um salmonellusmit hjá Reykjagarði

Höfundur: Ritstjórn

Grunur er um að kjúklingahópur sem slátrað var hjá Reykjagarði hafi verið smitaður af salmonellu og varar Matvælastofnun við neyslu á kjúklingi úr þeirri framleiðslulotu.

Umræddur kjúklingahópur er með rekjanleikanúmerin 002-20-26-3-01 og 003-20-26-2-01 og er seldur undir merkjum Holta, Kjörfugls og Krónunnar. Fyrirtækið hefur hafið innköllun.

Innköllunin nær eingöngu til eftirfarandi framleiðslulota:

  • Vöruheiti: Holta, Kjörfugl og Krónu kjúklingur
  • Vörutegund: Heill fugl, bringur, lundir, bitar
  • Framleiðandi: Reykjagarður hf., Fosshálsi 1, 110 Reykjavík
  • Rekjanleikanúmer: 002-20-26-3-01 og 003-20-26-2-01
  • Dreifing: Iceland verslanir, Hagkaups verslanir, Krónan, KR Vík, Kjarval, Nettó og Costco

Í tilkynningu Reykjagarðs er fólk sem hefur keypt kjúkling með þessum rekjanleikanúmerum beðið um að að skila vörunni til viðkomandi verslunar, eða beint til Reykjagarðs hf., Fosshálsi 1,110 Reykjavík Þá er tekið fram að ef áprentuðum leiðbeiningum á umbúðum sé fylgt ætti kjúklingurinn að vera hættulaus fyrir neytendur. Gæta þurfi að því að blóðvökvi berist ekki í aðra matvöru og steikja kjúklinginn vel í gegn.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...