Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Grunur um salmonellusmit
Mynd / smh
Fréttir 27. október 2017

Grunur um salmonellusmit

Matfugl í Mosfellsbæ hefur tilkynnt Matvælastofnun um að grunur sé um salmonellusmit í kjúklingaframleiðslu fyrirtækisins. 

Matfugl segir að frekari rannsókna sé þörf til að hægt sé að skera úr um hvort um smit sé að ræða, en þangað til það hefur verið gert sé rétt að innkalla vöruna sem er með rekjanleikanúmerið 011-17-38-07. Dreifing vörunnar er um allt land. Hún hefur verið stöðvuð og varan innkölluð. Neytendur sem hafa keypt kjúkling með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir um að skila honum í versluninni sem hann var keyptur í eða beint til Matfugls ehf., Völuteigi 2 í Mosfellsbæ.

Matfugl beinir því til neytenda að kjúklingurinn sé hættulaus fari þeir eftir áprentuðum leiðbeiningum á umbúðunum um eldun hans. Mikilvægt sé að steikja kjúklinginn í gegn og passa að blóðvökvi fari ekki í aðra matvöru.

Salmonellusmit í íslensku búfé er fátítt og salmonellusýkingar úr dýraafurðum í menn eru mjög fátíðar á Íslandi. Einkenni sýkinga geta verið frá því að vera væg, með niðurgangi tvisvar til þrisvar á dag í einn eða tvo daga, yfir í það að vera með stöðugan niðurgang, magakrampa og mikinn slappleika.

Skylt efni: salmonella | salmonellusmit

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...