Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hér má sjá hvernig bakterían leikur perutré.
Hér má sjá hvernig bakterían leikur perutré.
Mynd / Ninjatacoshell - Wikimedia Commons
Fréttir 4. ágúst 2020

Grunur um að þekktur skaðvaldur leggist á garðplöntur í íslenskum görðum

Höfundur: Ritstjórn

Grunur er um smit bakteríunnar Erwinia amylovora í ýmsum plöntum í görðum hér á landi. Bakterían er þekktur skaðvaldur og leggst helst á plöntur af rósaætt (Rosaceae) svo sem epla- og perutré, kirsuberjatré og reyni.

Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að einkenni sjúkdómsins minni á miklar hitaskemmdir á plöntum, en erlendis er hann þekktur undir nafninu fire blight. „Blóm og lauf plantna visna og deyja. Dauð blóm og lauf skorpna og taka á sig dökkbrúnan eða svartan lit en haldast oftast á plöntunni. Heilar greinar, stönglar og sprotar visna og í mörgum tilfellum bognar fremsti hlutinn og myndar form sem best má líkja við krók. Lauf geta myndað svarta dauða bletti og ávextir geta orðið brúnir og visnaðir. Á bol geta einnig myndast dökkbrúnir eða rauðbrúnir dauðir blettir sem sökkva eilítið inn í bolinn.

Matvælastofnun mun hefja sýnatöku í vikunni og hvetur alla sem telja sig eiga plöntur sem hafa sýkst af bakteríunni til að senda stofnuninni ábendingu,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...