Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hér má sjá hvernig bakterían leikur perutré.
Hér má sjá hvernig bakterían leikur perutré.
Mynd / Ninjatacoshell - Wikimedia Commons
Fréttir 4. ágúst 2020

Grunur um að þekktur skaðvaldur leggist á garðplöntur í íslenskum görðum

Höfundur: Ritstjórn

Grunur er um smit bakteríunnar Erwinia amylovora í ýmsum plöntum í görðum hér á landi. Bakterían er þekktur skaðvaldur og leggst helst á plöntur af rósaætt (Rosaceae) svo sem epla- og perutré, kirsuberjatré og reyni.

Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að einkenni sjúkdómsins minni á miklar hitaskemmdir á plöntum, en erlendis er hann þekktur undir nafninu fire blight. „Blóm og lauf plantna visna og deyja. Dauð blóm og lauf skorpna og taka á sig dökkbrúnan eða svartan lit en haldast oftast á plöntunni. Heilar greinar, stönglar og sprotar visna og í mörgum tilfellum bognar fremsti hlutinn og myndar form sem best má líkja við krók. Lauf geta myndað svarta dauða bletti og ávextir geta orðið brúnir og visnaðir. Á bol geta einnig myndast dökkbrúnir eða rauðbrúnir dauðir blettir sem sökkva eilítið inn í bolinn.

Matvælastofnun mun hefja sýnatöku í vikunni og hvetur alla sem telja sig eiga plöntur sem hafa sýkst af bakteríunni til að senda stofnuninni ábendingu,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...