Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vökvunarbúnaður á akri í Texas.
Vökvunarbúnaður á akri í Texas.
Mynd / Joel Dunn - Unsplash
Utan úr heimi 31. október 2023

Grunnvatn á þrotum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Lindir og vatnsæðar sem áður hleyptu lífi í borgir og ræktarland Ameríku ganga óðar til þurrðar. Óhóflegri vatnsnotkun er um að kenna og gera loftslagsbreytingar vandann enn verri.

Í Kansas, sem oft er nefnt brauðkarfa Bandaríkjanna, geta vatnsæðar sem áður færðu líf í milljón hektara ekki staðið undir þeirri miklu kornrækt sem þar er stunduð og hafa uppskerutölur snarlækkað. Óttast er að ef vatnsæðar hnigna víðar muni Bandaríkin ekki lengur geta staðið undir því að vera stórveldi í matvælaframleiðslu. The New York Times greinir frá.

Vatnslindir í New York-ríki geta ekki lengur gefið af sér nægt drykkjarvatn fyrir byggðina í Long Island. Í Phoenix í Arizona hafa yfirvöld gefið út að grunnvatn sé það lítið að takmarka þurfi uppbyggingu nýrra úthverfa umhverfis borgina. Sérfræðingar spá því að skortur verði á neysluvatni víða um Bandaríkin. Í öðrum hlutum landsins, eins og Utah, Kaliforníu og Texas, er vatni dælt upp í svo miklu magni að landsig hefur skemmt vegi, grunnar húsa hafa skekkst og sprungur hafa myndast í landslaginu. Þá hafa lindár ýmist þurrkast upp eða breyst í litla læki. Vegna hnattrænnar hlýnunar hefur hægst á endurnýjun vatns í vatnsæðum, þar sem yfirborðsvatn gufar upp í staðinn fyrir að seytla niður í jarðveginn. Þá hafa þurrkar aukið þörfina á að dæla upp grunnvatni til neyslu og ræktunar sem hefur myndað vítahring.

Ástandið hefur skapast að hluta til vegna ræktunar á vatnsfrekum nytjaplöntum á þurrum svæðum, svo sem refsmára og bómull. Þá er einnig of mikið traust sett á notkun grunnvatns til að veita neysluvatni í uppbyggingu nýs þéttbýlis. Lagaumhverfi nokkurra ríkja, eins og Texas, Oklahoma og Colorado, heimilar uppdælingu grunnvatns þangað til það gengur til þurrðar.

Fram á miðja síðustu öld reiddu bandarískir bændur sig nær alfarið á regnvatn við akuryrkju.

Eftir seinni heimsstyrjöld urðu miklar framfarir í vökvunarbúnaði sem gat tvöfaldað uppskeruna. Þessi kerfi nota gífurlegt magn af vatni og eftir að hafa náð toppi um síðustu aldamót hafa uppskerutölur fallið í samræmi við minnkandi aðgang að vatni. Talið er að skaðinn sé víða varanlegur þar sem vatnsæðar geta fallið saman þegar öllu vatni er dælt upp.

Skylt efni: bandaríkin | grunnvatn

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...