Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Gróska í landbúnaði
Leiðari 7. júlí 2022

Gróska í landbúnaði

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Ágæti lesandi. Landsmót hestamanna fer fram nú fram á félagssvæði Geysis á Rangárbökkum á Hellu.

Gunnar Þorgeirsson

Á Landsmóti hestamanna eru margir glæsilegustu hestar landsins samankomnir, eða eins og sagði í grein Glóðafeykis frá árinu 1966: „... þar sem menn leiða saman hesta sína í bókstaflegum skilningi, keppa í fráleik þeirra, fegurð og snillikostum jafnframt því að blanda saman, skoða og dást að, eða lasta hesta hver annars.“

Landsmót hestamanna er stórviðburður, samkoma hestamanna, fjölskylduhátíð, þar sem menn þreyta keppni í öllum íþróttum hestamennskunnar. Mótið endurspeglar lífsstíl hestamanna og tengsl þeirra við besta ferðafélagann, hinn áreiðanlega förunaut þar sem traustum vini er sýnd sú virðing sem hann á skilið. Mikil eftirvænting hefur verið meðal hestamanna og áhugamanna um hestamennsku bæði innanlands sem utan að komast loksins á Landsmót til að fá að njóta samveru með hrossum og ekki síður að hitta mann og annan. Mikil gróska er í hestamennsku almennt og útflutningur aldrei verið meiri á íslenska hestinum. Íslensk hestaferðaþjónusta hefur einnig verið í mikilli uppsveiflu síðustu ár en samkvæmt samantekt frá ferðamáladeild Háskólans á Hólum er hestaferðamennskan ekki einvörðungu bundin við hestaleigur og -ferðir, heldur einnig aðra þjónustu sem tengist reiðmönnum, hestum, ímynd, afurðum og sögu hestsins.

Vefjaræktun á stofnútsæði kartaflna

Þetta sumar hefur kannski verið okkur mörgum hverjum hliðhollt í uppskeru og grasspretta verið með besta móti á stærstum hluta landsins. Nú er að bíða og sjá hvernig akuryrkjan þróast fram á haust, þá bæði í korni og útiræktuðu grænmeti. Þó deili ég þeim áhyggjum sem kartöflubændur hafa varðandi kartöflumyglu á Suðurlandi ef veður þróast i þá átt að verða heitt og rakt fram eftir hausti. Enn og aftur, það er mörg búmannsraunin. Þess ber þó að geta að í desember sl. gerðu Matís og Bændasamtökin með sér samkomulag um vefjaræktun á stofnútsæði kartaflna og er vinna við verkefnið hafin hjá Matís. Umfjöllun um verkefnið birtist í síðasta tölublaði Bændablaðsins en tilgangur þess er að tryggja að íslenskir bændur eigi áfram aðgengi að heilbrigðu útsæði af íslensku yrkjunum fjórum og stuðla þar með að framleiðslu á stofnútsæði sem er laust við veirusjúkdóma.

Við megum þess vegna ekki missa þrótt og þurfum að horfa með jákvæðum augum inn í haustið því það er margt sem fellur með bændum á þessum vikum og mánuðum. Nauðsynlegt er þó að halda vöku sinni, ekki síst í þeim aðfangahækkunum sem eru þegar komnar fram og eiga eftir að koma fram.

Kornræktin

Okkur hjá Bændasamtökunum hefur verið tíðrætt um fæðuöryggi þjóðarinnar síðustu ár, en á Íslandi þarf að huga að því magni og fjölbreytni framboðs matvæla sem framleidd eru hérlendis til að tryggja þjóðaröryggi.

Öryggið hér á landi er hvað minnst þegar kemur að kornvörum, hvort sem er til manneldis eða fóðrunar búfjár. Fram hafa komið margar hugmyndir um hvað þurfi til að efla kornrækt á Íslandi og í því sambandi hefur verið nefnt að skapa þurfi efnahagslega möguleika á úrvinnsluiðnaði og kornsamlagi að norrænni fyrirmynd, jafnvel með beitingu skattalegra hvata. Í skýrslu spretthópsins var einnig lagt til að settur yrði stóraukinn kraftur í að efla innlenda kornrækt til manneldis, fóðrunar og fóðurgerðar og að ríkið myndi þar bjóða fram stuðning til fjárfestinga í nauðsynlegum innviðum, svo sem til svæðisbundinna söfnunar- og kornþurrkunarstöðva.

Nú hefur Landbúnaðarháskóla Íslands verið falið af ráðherra matvæla að vinna drög að aðgerðaráætlun til að efla kornrækt hérlendis og að fýsileiki innlends kornsamlags verði kannaður og þar með skilgreindar þarfir á lágmarksbirgðum kornvöru í landinu. Staðsetning væntanlegs samlags auk þurrkstöðva og korngeymslna er mikilvæg og því verður starfshópnum falið að leggja áherslu á að finna sem hentugasta staðsetningu. Þar spilar inn í nálægð við framleiðendur, markaði, nýting jarðvarma o.fl. þættir. Það verður því spennandi að sjá niðurstöður hópsins sem áætlað er að ljúki störfum í mars á næsta ári.

Bændafundir í ágúst

Stjórnarfólk og starfsfólk Bændasamtaka Íslands halda til fundar við bændur dagana 22.–26. ágúst nk. Alls eru skipulagðir 10 fundir víðs vegar um landið þar sem rætt verður um stöðuna í landbúnaðinum og farið vítt yfir sviðið.

Við hvetjum bændur og félagsmenn til þess að fjölmenna á fundina og nota tækifærið til að ræða þau mál sem þeim liggur á hjarta við stjórnarmenn og starfsfólk. Nánari upplýsingar um dagskrá fundanna munu birtast á heimasíðu samtakanna, á samfélagsmiðlum og í Bændablaðinu.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...