Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Gröf
Bóndinn 27. júní 2019

Gröf

Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir tóku við búskapnum í Gröf í Skaftártungu vorið 2018 af foreldrum Jóns Atla; Ólöfu Rögnu og Jóni Geir.

Býli:  Gröf.

Staðsett í sveit:  Í Skaftártungu.

Ábúendur: Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Eigum Melkorku Sif, 8 mánaða. Svo eru 2 aðrir ættliðir í sama húsi, foreldrar Jóns Atla, bróðir og amma og afi.

Stærð jarðar?  49 ha ræktaðir en jörðin er 643 ha að heildarstærð.

Gerð bús? Sauðfjárbú.

Fjöldi búfjár og tegundir? Um 420 fjár og smalahundarnir Röskva og Títla.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Allir dagar hefjast á kaffibolla, annars eru þeir mjög óhefðbundnir í búskap.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allt skemmtilegt nema að gefa heimagöngunum. Sauðburður og göngur/réttir toppa allt!

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonum að við verðum starfandi og á góðu róli.

Hvaða skoðun hafið þið á félags-málum bænda? Við erum þakklát fyrir fólkið sem sinnir þeim störfum og viljum samheldni.

Hvernig mun íslenskum land-búnaði vegna í framtíðinni? Vonandi mun honum ganga vel og að það verði meira jákvætt tal heldur en neikvætt. 

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Það er bara spurning hvenær með lambakjötið ... það er svo gott. 

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Túristasinnep, rjómi fyrir ísvélina og smjörvi, svona 13 dósir.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Léttreyktur lambahryggur er veislukostur.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við þurftum að bruna beint heim af fæðingardeildinni til að finna fyrstu lömbin á sláturbíl það haustið.

5 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...