Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Gröf
Bóndinn 28. janúar 2016

Gröf

Ólöf Ragna er fædd og uppalin hér í Gröf en Jón Geir kemur frá Vík í Mýrdal. 
Við tókum við rekstri búsins um áramótin 1995–1996 af foreldrum Ólafar, þeim Ólafi Björnssyni og Steinunni Guðjónsdóttur, en Ólöf Ragna stundar einnig vinnu á Icelandair hótel á Klaustri.
 
Býli:  Gröf.
 
Staðsett í sveit: Skaftártungu í Skaftár­hreppi, Vestur-Skafta­fellssýslu.
 
Ábúendur: Ólöf Ragna Ólafsdóttir og Jón Geir Ólafsson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum þrjá syni. Þeir eru Ægir Óli 29 ára, búsettur á Eskifirði með sinni kærustu, Hönnu Dóru, Jón Atli 26 ára, búfræðinemi á Hvanneyri, og Unnsteinn, 15 ára grunnskólanemi.
 
Stærð jarðar?   640 ha.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 450 kindur, 3 hross og 6 smalahundar (en þeir teljast til bústofns hér, ekki til gæludýra).
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Þessa dagana eru það gegningar kvölds og morgna ásamt öðru tilfallandi í kringum féð. Jón Geir er að temja fjárhunda bæði fyrir okkur og aðra. Annars eru það bara hefðbundin störf eftir árstíðum. Á sumrin er Jón Geir með fjárhundasýningar daglega fyrir ferðamenn og Ólöf Ragna þónokkra grænmetisræktun. 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Flest bústörf finnst okkur skemmtileg, þó reynir kerlingin að koma sér undan girðingavinnu og karlinum leiðist óskaplega að taka upp kartöflur.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Ekki miklar breytingar í pípunum en alltaf stefnt á að gera betur.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Eru bara í ágætis lagi að okkar mati og við erum þakklát því fólki sem hefur áhuga og tekur að sér þá vinnu.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Höldum að honum vegni vel en við þurfum að gera átak í því að koma afurðum okkar í ferðamanninn, sem nóg er af á landinu.
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Hreinleiki og gæði ættu að vera góð söluvara.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur og rabarbarasulta.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambahryggur með öllu er sígildur og svo er heimagerð pitsa. Tölum nú ekki um snúðana sem Ólöf Ragna bakar – hvorutveggja alveg ómótstæðilegt.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það er okkur í fersk­asta minni þegar það fuku hjá okkur fjárhús í ofsaveðrinu núna í desember. Einnig er oft rifjuð upp janúarferðin 2010 þegar Snæbýlis-Grána var sótt inn í Ófærudal. Alveg ógleymanleg ferð.

8 myndir:

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...