Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Frá afhendingu viðurkenningarinnar talið frá vinstri: Björg Stefánsdóttir, Ingvar S. Ingvarsson, Svanhvít Konráðsdóttir og Ingi Þór Jónsson.
Frá afhendingu viðurkenningarinnar talið frá vinstri: Björg Stefánsdóttir, Ingvar S. Ingvarsson, Svanhvít Konráðsdóttir og Ingi Þór Jónsson.
Fréttir 9. nóvember 2017

Gróðurstöðin Hæðarenda hlýtur viðurkenningu fyrir lífræna ræktun

Miðvikudaginn 18. október síðastliðinn veitti stjórn Náttúrulækningafélags Reykjavíkur (NLFR) eigendum gróður­stöðvarinnar Hæðarenda Grímsnesi, Svanhvíti Konráðs­dóttur og Ingvari S. Ingvarssyni, viðurkenningu fyrir áratugastarf á sviði lífrænnar ræktunar matjurta.
 
Svanhvít og Ingvar hafa ásamt starfsfólki sínu ræktað lífrænar matjurtir með framúrskandi gæðum, merkingum og frágangi áratugum saman. Ræktunin á Hæðarenda er aðallega á kartöflum, káli og gulrótum en þó einnig ýmislegt annað í minna mæli. Sem betur fer er eftirspurn eftir lífrænum matjurtum sífellt að aukast á Íslandi og á gróðurstöðin Hæðarenda stóran þátt í þeirri góðu þróun. 
 
Viðurkenningin er veitt samkvæmt lögum NLFR sem kveður á um að tilgangur félagsins sé m.a.  að efla ræktun óspilltra matvæla.  
 
Stjórn NLFR óskar Svanhvíti, Ingvari og starfsfólki þeirra innilega til hamingju með þessa viðurkenningu og vonar að þetta verði til þess að efla þau enn frekar í þessari bragðgóðu og heilsusamlegu framleiðslu.
Vert er að minna á slagorð NLFR, „berum ábyrð á eigin heilsu“.
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...