Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Gróðursetning á plöntum í pottum
Á faglegum nótum 30. ágúst 2021

Gróðursetning á plöntum í pottum

Höfundur: Guðríður Helgadóttir

Nær allar tegundir skrautrunna og fjölærra garðplantna eru ræktaðar í pottum í gróðrar­stöðvum. Það er mjög þægilegt fyrir viðskiptavinina því með þessari ræktunartækni er hægt að grípa plönturnar hvenær sem er frá vori fram á haust og gróðursetja þær.

Yfirleitt eru þetta plöntur sem við gróðursetjum í beð og erum við þá væntanlega búin að undirbúa jarðveginn fyrir gróðursetninguna, ákveða staðsetningu beðanna, fá viðeigandi jarðveg í beðin og láta okkur dreyma um framtíðarblómskrúðið.

Við gróðursetningu þessara pottaplantna er byrjað á því að gera holu sem er nokkuð víðari en umfang pottsins. Í holuna er ágætt að blanda lífrænum áburði, búfjáráburði eða moltu, slíkur áburður brotnar hægt niður og er því að nýtast plöntunni yfir lengri tíma.

Gott er að hræra áburðinum vel við moldina og koma honum fyrir upp með hliðunum á holunni, ekki bara undir plöntunni, næringarrætur plöntunnar leita nefnilega aðallega til hliðar eftir næringu, ekki niður á við. Plantan er losuð úr pottinum, stundum er eins og plönturnar séu ekki alveg tilbúnar til að losna við pottinn en þá er hægt að setja plöntuna á hvolf og slá pottbrúninni varlega við nærliggjandi hart yfirborð, þá losnar yfirleitt potturinn af.

Plöntunni er svo komið fyrir í miðri holunni og hún látin standa álíka djúpt og áður, fæstar plöntur þola að vera gróðursettar mjög djúpt í jarðveginn. Holan er svo fyllt með góðri mold og þjappað niður með hliðunum þannig að ekki séu stórar holur meðfram hnausnum. Þessari framkvæmd lýkur svo með vökvun á plöntunni og ef vill má dreifa dálitlu magni af tilbúnum áburði yfir moldina, um það bil hálfa matskeið af alhliða áburði fyrir hefðbundna stærð af skrautrunna, aðeins minna fyrir fjölærar plöntur. Þetta er þó ekki nauðsynlegt ef við erum með góðan garðajarðveg.

Skylt efni: Garðyrkja ræktun

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...