Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Grillaðar lambaframhryggjarsneiðar með grilluðu graskeri og sveppum, hnúðkálssalati og grænpiparmajonesi.
Grillaðar lambaframhryggjarsneiðar með grilluðu graskeri og sveppum, hnúðkálssalati og grænpiparmajonesi.
Matarkrókurinn 11. ágúst 2022

Grillaðar lambaframhryggjarsneiðar

Höfundur: Hafliði og Halldór

Við höldum okkur við grillið og hér er gamla góða lambið mætt í sumarboðið.

Lamb er eflaust uppáhalds­grillsteik landans enda gæðavara og mikilvægur þáttur í mataræði þjóðarinnar í gegnum tíðina. Við notum hér framhryggjarsneiðar en að sjálfsögðu er lítið mál að skipta þeim út fyrir aðra bita af lambakjöti. Minna nýttir bitar eins og framhryggjarsneiðar eru bragðmiklar og innihalda töluverða fitu sem skilar sér í safaríkri steik. Vegna fitunnar er mjög mikilvægt að passa grillið og fylgjast með til að kjötið brenni ekki.

Íslenskt grænmeti er svo algjört skylduatriði í grillveisluna. Hnúðkál er afurð sem er á markaði í örfáar vikur sem má mæla með í einföld salöt eða eitt sér, það nýtur sín vel með ögn af sítrónusafa og góðri olíu, eða með mildu ediki. Sveppi má líka grilla, okkur finnst best að leyfa þeim að fara beint á grillið og brúna þá vel þar, án þess að fylla þá. Vilji fólk ost með sveppunum sínum er tilvalið að rífa góðan ost yfir þá að lokinni eldun. Chimmichurri er suður­amerísk grillsósa sem er í grunninn byggð á jurtum, sítrónusafa eða ediki og olíu. Við leyfum okkur að stílfæra hana að íslensku sumri og sól, með rabarbara og skessujurt úr garðinum. Svo er jú öruggara að enda þetta með skotheldri majonessósu, enda þurfa Íslendingar vel af sósu með grillmatnum.

Grillaðar lambaframhryggjarsneiðar

4 vænar framhryggjarsneiðar
2 kvistar blóðberg
1 hvítlauksgeiri
1 msk. matarolía

Kremjið og saxið hvítlaukinn og blandið í olíuna ásamt garðablóðbergi.

Berið á kjötið og látið standa í stofuhita í 1­2 klst. Hitið grillið og saltið kjötið, eldið að eigin smekk. Við kjósum meðaleldun (e. medium) fyrir lamb.

Grillað grasker

1⁄2 grasker
2 msk. matarolía

Við notum hér frekar smátt grasker sem kallast Butternut Squash á ensku. Skrælið með beittum hníf og kjarnhreinsið. Skerið í þverhandarþykkar sneiðar, penslið með olíu og grillið með kjötinu þar til er mjúkt í gegn. Athugið að eftir nokkurra mínútna eldun er betra að færa graskerið á eldfastan bakka og klára eldunina á óbeinum hita á grillinu.

Grillaðir sveppir

1 box Flúða kastaníusveppir
1 msk. matarolía
Grillpinnar

Leggið grillpinnana í bleyti, þræðið sveppina á og penslið með matarolíu fyrir eldun.

Hnúðkálssalat

1­2 hnúðkál
1⁄2 sítróna, börkur og safi
1 msk. matarolía
Graslaukur

Íslenskt ferskt og gott hnúðkál er nú komið í verslanir og þess ber að njóta á meðan framboð er á því fram til hausts. Skrælið og skerið í þunnar sneiðar, rífið börk af sítrónu, kreistið safann yfir og blandið saman við kálið ásamt ögn af söxuðum graslauk og berið fram strax.

Grænpipar majones

3 dl gott majones
1 dl grísk jógúrt
1 msk. grænpipar (niðursoðinn)
1 msk. hunang
Sítrónusafi

Notið niðursoðinn grænpipar, sem er í vatni og fæst ýmist í litlum krukkum eða niðursuðudósum. Saxið fínt helminginn af piparnum og hrærið saman við majones, jógúrt og hunang. Smakkið til með salti og sítrónusafa.

Rabarbara „Chimmichurri“
Rabarbara „Chimmichurri“

2­3 stilkar rabarbari
Lófafylli af steinselju
5­-6 blöð skessujurt
1⁄2 laukur
1 hvítlauksrif
1 dl eplaedik
2 dl matarolía

Saxið rabarbara og hvítlauk, lauk í smáa bita, steinselja og skessujurt söxuð fínt. Blandið saman og smakkið til. Sósan má gjarnan fá nokkrar klst. í kæli til að brjóta sig og ná fram fullu bragði.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...