Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Grillað salat, grænmeti og kjúklingalæri
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 1. ágúst 2018

Grillað salat, grænmeti og kjúklingalæri

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Það er gott að grilla grænmeti og jafnvel salat – og mjög við hæfi á sumrin.  
 
Grillað avocado og romaine „BLT“-salat
 
Hráefni:
  • ¼ bolli hreint grískt jógúrt
  • ¼ búnt söxuð steinselja
  • 2 matskeiðar lime safi
  • 1 miðlungs avocado (lárpera)
  • ¾ bolli kalt vatn
  • Góður ostur (ef fólk vill)
  • Salt, eftir smekk
  • Fyrir avocado BLT-salat:
  • 3 höfuð romaine-salat, skorin í helminga á lengdina
  • 1 pakki þykkt skorið beikon
  • 2 matskeiðar lime safi
  • 2 miðlungs avocado skorið í tvennt, steinninn tekinn úr og flysjað
  • 1 box  kirsuberjatómatar, skornir til helminga
  • 1 stk. saxaður vorlaukur
  • 100 ml ólífuolía
Aðferð 
Forhitið grill að miðlungshita.
 
Gerið dressinguna: Blandið öllu saman í matvinnsluvélinni nema vatni og salti. Á meðan vélin er í  gangi, þynnið blönduna með vatni þar til blandan er slétt. Kryddið með salti og setjið í skál. 
 
Á heitu grillinu skulið þið bæta við salati og avocado helmingunum. Grillið þetta þar til dökk grillmerki eru komin og ekki snúa þessu strax við. Eftir 1-3 mínútur (fer eftir hita) snúið hráefninu við. Takið romaine af grillinu eftir tvær mínútur og setjið á bakka til að kæla. Takið avocado helmingana af grillinu eftir 2 mínútur. Eldið beikonið þangað til fitan hefur runnið af og sneiðarnar eru gullnar. 
 
Skerið romane salatið niður og blandið saman við kirsuberjatómata, beikonið og avocado. Berið fram með dressingu til hliðar.
 
 
Hunangsgljáð kjúklingalæri með nýjum kartöflum
 
Hráefni:
  • 1 pakki kjúklingalæri með fitu
  • 3 msk. ósaltað smjör
  • 1 tsk. hakkað ferskt engifer
  • 2 hvítlauksrif, hakkað
  • ¼ teskeið reykt paprika
  • ¼ tsk. olía
  • 4 matskeiðar hunang
  •  6 msk. sriracha chilisósa eða ½ ferskur chili, skorinn fínt
  • 1 matskeið lime safi
Aðferð
Hitið grill að miðlungs háum hita, um 160 gráður.
 
Í litlum potti, setjið smjörið ásamt fersku engifer og hvítlauk. Hrærið þar til það er rjúkandi heitt, í um eina mínútu.
 
Bætið næst reyktu paprikudufti við, hunangið, sriracha og lime-safa. Hrærið til að blanda saman og látið malla í 4-5 mínútur.
 
Þurrkið kjúklingalæri og þurrkryddið með salti og pipar á báðum hliðum.
Penslið grillgrindur með fitu eða nuddið með ólífuolíu í klút.
 
Setjið kjúklingalæri á grillið, fituhlið niður fyrst. Grillið í 4-5 mínútur. Snúið kjúklingnum við og grillið á hinni hliðinni í 4-5 mínútur.
 
Haldið áfram að elda kjúklinginn rólega á óbeinum hita þar til náð hefur kjarnhita (um 70 gráður í um 25-30 mínútur).
 
Á síðustu 5 mínútum er gott að pensla vel með hunangsgljáanum.
 
Takið af grillinu og framreiðið með soðnum eða bökuðum nýjum kartöflum, með smjöri og salti.
 
Er ekki tilvalið að nota hitann af grillinu svo til að gera eftirrétt?
 
Pitsa með Nutella og ferskum berjum
  • 1 tilbúið heimabakað eða keypt pitsudeig
  • 2 msk. ósaltað smjör, brætt
  • ½ bolli Nutella eða annað heslihnetusúkkulaði (eða allt súkkulaði) 
  • 1 box íslensk hindber (hægt að fá marglit frá Kvistum garðyrkjustöð)
  • 1 bolli jarðarber, sneidd
  • Flórsykur
Aðferð 
Setjið pitsu- eða baksturssteina á grillið eða álpappír.
 
Setjið deigið í stofuhita (það ætti að vera tvöfalt stærra) og á hveitistráðu yfirborði skuluð þið teygja á því eða rúlla því út í fallegan hring.
 
Færið á pönnu, bökunarplötu eða álpappír.
 
Penslið bræddu smjöri á deigið. Gerið holur í deigið með gaffli til að koma í veg fyrir að það hefist of mikið.
 
Flytjið deigið á grillið og bakið í um 10 mínútur, þar til skorpan er gullbrún.
 
Takið deigið af grillinu og dreifið Nutella eða öðru góðu áleggi vandlega ofan. Setjið hindber og jarðarberjasneiðar ofan. Einnig má setja annað álegg ofan á eins og heslihnetur, pecan hnetur, þurrkaðan kókos, súkkulaðiflögur eða aðra ávexti.
 
Skreytið með flórsykri, ef þess er óskað, og berið strax fram.
Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...