Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Grillað lambakjöt með hvítlauk og rósmarín
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 31. mars 2021

Grillað lambakjöt með hvítlauk og rósmarín

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Að grilla lambakjötið á þennan hátt er fljótlegra og auðveldara, sumsé að hafa kjötið skorið í bita – en má líka hafa heilt lambalæri en þá er lengri eldunartími. Að auki fær kjötið mikið bragð og dýrindis skorpu af grillinu en auðvitað má elda lambakjöt í ofni.

Grillað lambakjöt með hvítlauk og rósmaríni

Hráefni

  • 4 – 5 bitar beinlaust lambakjöt, til dæmis framhryggur eða innra læri (eða heilt úrbeinað lambalæri)
  • 1/4 bolli jómfrúar ólífuolía
  • 8 stórir hvítlauksgeirar, marðir og grófsaxaðir
  • 2 msk hakkað rósmarín
  • Salt og nýmalaður pipar


Aðferð

Skref 1
Dreifið lambakjötinu á bretti. Með úrbeiningarhníf eða skurðarhníf er lambakjötið skorið í hæfilega stóra bita. Skerið umfram fitu og sinar burt.

Skref 2
Blandið saman ólífuolíu, hvítlauk og rósmaríni á stórt, fati. Bætið lambakjötinu við og veltið upp úr. Látið marinerast við stofuhita í fjórar klukkustundir, snúið nokkrum sinnum.

Skref 3
Kveikið á grillinu. Kryddið lambið með salti og pipar; ekki skafa hvítlaukinn eða rósmarínið af. Grillið lambið yfir heitum eldi og snúið oft þar til hitamælir sýnir 60 gráður kjarnhita fyrir miðlungs steikt kjöt. Eldunartíminn er breytilegur eftir stærð og lögun á lambabitunum sem valdir eru, allt frá átta mínútum fyrir 200 g stykki í 20 mínútur fyrir 600 g stykki. Flytjið lambakjötið á bretti og látið hvíla í 15 mínútur. Sneiðið lambið þunnt og berið fram.

Undirbúningur:
Lambið getur marinerast í kæli yfir nótt. Látið ná stofuhita áður en grillað er.

Gott að bera fram með kartöflum og íslensku grænmeti og villisveppasósu.

Gott er að bera kartöflur og íslenskt grænmeti fram með grilluðu lambakjöti – og hafa villisveppasósu með.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...