Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Grillað lambakjöt með hvítlauk og rósmarín
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 31. mars 2021

Grillað lambakjöt með hvítlauk og rósmarín

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Að grilla lambakjötið á þennan hátt er fljótlegra og auðveldara, sumsé að hafa kjötið skorið í bita – en má líka hafa heilt lambalæri en þá er lengri eldunartími. Að auki fær kjötið mikið bragð og dýrindis skorpu af grillinu en auðvitað má elda lambakjöt í ofni.

Grillað lambakjöt með hvítlauk og rósmaríni

Hráefni

  • 4 – 5 bitar beinlaust lambakjöt, til dæmis framhryggur eða innra læri (eða heilt úrbeinað lambalæri)
  • 1/4 bolli jómfrúar ólífuolía
  • 8 stórir hvítlauksgeirar, marðir og grófsaxaðir
  • 2 msk hakkað rósmarín
  • Salt og nýmalaður pipar


Aðferð

Skref 1
Dreifið lambakjötinu á bretti. Með úrbeiningarhníf eða skurðarhníf er lambakjötið skorið í hæfilega stóra bita. Skerið umfram fitu og sinar burt.

Skref 2
Blandið saman ólífuolíu, hvítlauk og rósmaríni á stórt, fati. Bætið lambakjötinu við og veltið upp úr. Látið marinerast við stofuhita í fjórar klukkustundir, snúið nokkrum sinnum.

Skref 3
Kveikið á grillinu. Kryddið lambið með salti og pipar; ekki skafa hvítlaukinn eða rósmarínið af. Grillið lambið yfir heitum eldi og snúið oft þar til hitamælir sýnir 60 gráður kjarnhita fyrir miðlungs steikt kjöt. Eldunartíminn er breytilegur eftir stærð og lögun á lambabitunum sem valdir eru, allt frá átta mínútum fyrir 200 g stykki í 20 mínútur fyrir 600 g stykki. Flytjið lambakjötið á bretti og látið hvíla í 15 mínútur. Sneiðið lambið þunnt og berið fram.

Undirbúningur:
Lambið getur marinerast í kæli yfir nótt. Látið ná stofuhita áður en grillað er.

Gott að bera fram með kartöflum og íslensku grænmeti og villisveppasósu.

Gott er að bera kartöflur og íslenskt grænmeti fram með grilluðu lambakjöti – og hafa villisveppasósu með.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...