Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Grifflur fyrir frjálsa fingur
Hannyrðahornið 11. júní 2024

Grifflur fyrir frjálsa fingur

Höfundur: Margrét Jónsdóttir

Stærðir: S M L
Efni: 60 gr tvöfaldur lopi frá Þingborg eða Ístex. Sokkaprjónar 3.5 mm.
Saumnál.

Aðferð:

Grifflurnar eru prjónaðar í hring. Fitjið upp 32-36-40 lykkjur og prjónið stroff 2 sléttar og 2 brugðnar lykkjur 7-8-8 umferðir.

Þá er prjónað slétt, nema á handarbaki, þar er prjónuð brugðning áfram, þar sem 4 hver umferð í mynstri er prjónuð brugðin, mynstrið nær yfir 10 lykkjur og er endurtekið á handarbaki alla leið upp, þar til kemur að stroffi efst. Annað er prjónað slétt.

Prjónið nú þar til stykkið mælist 11-12-13 sm.

Útaukning fyrir þumli á hægri hendi:

Prj 3-4-5 sl lykkjur á eftir mynstri. Prjónið 1 lykkju, aukið um 1 lykkju, prj 1 lykkju, aukið um 1 lykkju, prj 1 lykkju.

Setjið prjónamerki til að afmarka þessar 5 lykkjur eða setjið þær á sér prjón, þær mynda þumalinn. Prjónið umferð á enda og prjónið 2 umferðir án útaukningar.

Prjónið 1 lykkju, aukið um 1 lykkju, prj 3 lykkjur, aukið um 1 lykkju, prj 1 lykkju, prj umferð á enda og 2 umferðir án útaukningar. Svona fjölgar lykkjunum á milli útaukninganna um 2 í hverri útaukningarumferð. 

Þetta er endurtekið, þar til 15-17-19 lykkjur eru á þessum prjóni og alltaf prjóna 2 umferðir án útaukningar á milli, endið á 2 umferðum án útaukningar. Þá eru endalykkjurnar á þessum prjóni settar með hinum lykkjunum og þær sem eftir eru og mynda þumalinn eru settar á nælu og geymdar, alls 13-15-17 l.

Þá er prjónað áfram. Fjölgið um 1 lykkju í þumalkverk svo áfram verði sami lykkjufjöldi og áður og tengið aftur saman. Prjónið 2-2.5-3 sm og svo 4-4-5 umferðir brugðningu í lokin. Fellið af.

Útaukning fyrir þumli á vinstri hendi:

Hann er gerður eins og er prjónaður hinum megin við mynstur á handarbaki, látinn speglast og hafðar 3-4-5 lykkjur sléttar á undan mynstri.

Þumall:

Setjið lykkjurnar sem geymdar voru á 3 prjóna, takið upp 2 lykkjur í þumalgróf til að ekki myndist gat. Prjónið 3 umferðir og fellið svo af. Gangið vel frá öllum endum.

Þvottur:

Þvoið grifflurnar með volgu vatni og ullarsápu eða sjampói. Skolið vel og kreistið vatnið vel úr og leggið til þerris.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...