Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Grifflur fyrir frjálsa fingur
Hannyrðahornið 11. júní 2024

Grifflur fyrir frjálsa fingur

Höfundur: Margrét Jónsdóttir

Stærðir: S M L
Efni: 60 gr tvöfaldur lopi frá Þingborg eða Ístex. Sokkaprjónar 3.5 mm.
Saumnál.

Aðferð:

Grifflurnar eru prjónaðar í hring. Fitjið upp 32-36-40 lykkjur og prjónið stroff 2 sléttar og 2 brugðnar lykkjur 7-8-8 umferðir.

Þá er prjónað slétt, nema á handarbaki, þar er prjónuð brugðning áfram, þar sem 4 hver umferð í mynstri er prjónuð brugðin, mynstrið nær yfir 10 lykkjur og er endurtekið á handarbaki alla leið upp, þar til kemur að stroffi efst. Annað er prjónað slétt.

Prjónið nú þar til stykkið mælist 11-12-13 sm.

Útaukning fyrir þumli á hægri hendi:

Prj 3-4-5 sl lykkjur á eftir mynstri. Prjónið 1 lykkju, aukið um 1 lykkju, prj 1 lykkju, aukið um 1 lykkju, prj 1 lykkju.

Setjið prjónamerki til að afmarka þessar 5 lykkjur eða setjið þær á sér prjón, þær mynda þumalinn. Prjónið umferð á enda og prjónið 2 umferðir án útaukningar.

Prjónið 1 lykkju, aukið um 1 lykkju, prj 3 lykkjur, aukið um 1 lykkju, prj 1 lykkju, prj umferð á enda og 2 umferðir án útaukningar. Svona fjölgar lykkjunum á milli útaukninganna um 2 í hverri útaukningarumferð. 

Þetta er endurtekið, þar til 15-17-19 lykkjur eru á þessum prjóni og alltaf prjóna 2 umferðir án útaukningar á milli, endið á 2 umferðum án útaukningar. Þá eru endalykkjurnar á þessum prjóni settar með hinum lykkjunum og þær sem eftir eru og mynda þumalinn eru settar á nælu og geymdar, alls 13-15-17 l.

Þá er prjónað áfram. Fjölgið um 1 lykkju í þumalkverk svo áfram verði sami lykkjufjöldi og áður og tengið aftur saman. Prjónið 2-2.5-3 sm og svo 4-4-5 umferðir brugðningu í lokin. Fellið af.

Útaukning fyrir þumli á vinstri hendi:

Hann er gerður eins og er prjónaður hinum megin við mynstur á handarbaki, látinn speglast og hafðar 3-4-5 lykkjur sléttar á undan mynstri.

Þumall:

Setjið lykkjurnar sem geymdar voru á 3 prjóna, takið upp 2 lykkjur í þumalgróf til að ekki myndist gat. Prjónið 3 umferðir og fellið svo af. Gangið vel frá öllum endum.

Þvottur:

Þvoið grifflurnar með volgu vatni og ullarsápu eða sjampói. Skolið vel og kreistið vatnið vel úr og leggið til þerris.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...