Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Hnúfubakar eru farnir að sjást í auknum mæli í Ísafjarðardjúpi á meðan mjög fáar hrefnur hafa sést í hvalarannsóknum.
Hnúfubakar eru farnir að sjást í auknum mæli í Ísafjarðardjúpi á meðan mjög fáar hrefnur hafa sést í hvalarannsóknum.
Mynd / Todd Cravens
Líf og starf 25. apríl 2025

Griðasvæði hvala við Ísafjarðardjúp

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Samtök ferðaþjónustunnar og Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafa beint þeirri tillögu til atvinnuvegaráðherra að Ísafjarðardjúp verði skilgreint sem griðasvæði hvala með reglugerð.

Þar segir að á undanförnum árum hafi byggst upp fjölbreytt ferðaþjónusta í og við Ísafjarðardjúp og er skipulögð hvalaskoðun frá Ísafirði hluti af því. Þá hafa fyrirtæki sem annast siglingar með ferðamenn um svæðið notið þess að hnúfubakur er í auknum mæli farinn að láta sjá sig í Ísafjarðardjúpi.

Í lok síðasta árs var gefið út veiðileyfi fyrir allt að 217 hrefnur árlega til minnst fimm ára. Í áðurnefndu erindi Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og Hvalaskoðunarsamtakanna (Icewhale) segir að hrefnuveiðimenn hafi lýst því yfir að veiðarnar muni fara fram í og við Ísafjarðardjúp. SAF og Icewhale segja einungis tvær hrefnur hafa sést í hvalarannsóknum í Ísafjarðardjúpi á tímabilinu júní til september í fyrra.

Í erindinu er bent á að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hafi árið 2017, þegar hún var landbúnaðarog sjávarútvegsráðherra, stækkað griðasvæði hvala í Faxaflóa umtalsvert í framhaldi af ósk Icewhale. Bent er á að fleiri fordæmi séu fyrir griðasvæðum hvala, meðal annars í Steingrímsfirði, Eyjafirði og við Skjálfanda.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur rætt erindið á sínum fundi og bókað eftirfarandi: „Bæjarráð Ísafjarðarbæjar getur tekið undir að hvalveiðar og hvalaskoðun eigi illa samleið ef ekki er hugað að sambúð þessara atvinnugreina. Bæði minnkar það sem af er tekið, en einnig geta veiðarnar, löndun og verkun haft neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna. Ein leið er að stofna griðasvæði eins og bréfritarar leggja upp með, en einnig má hugsa sér aðrar takmarkanir í tíma eða rúmi.“

Skylt efni: ferðaþjónusta

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...