Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Gríðarlegur vöxtur í kjötinnflutningi
Fréttir 4. febrúar 2015

Gríðarlegur vöxtur í kjötinnflutningi

Höfundur: Erna Bjarnadóttir

Árið 2014 jókst innflutningur á kjöti samkvæmt innflutningsskýrslum um 38% frá fyrra ári. Þegar litið er fimm ár aftur í tímann er aukningin 277%.  Lang mest aukning varð í innflutningi nautgripakjöts eða sem nemur 8,5 földun á magni á fimm árum. Svínakjöts innflutningur hefur aukist um 351% á sama tíma og alifuglakjötsinnflutningur um 155%. 

Ekki er nóg með að innflutningur hafi aukist að magni heldur hefur hlutdeild hans í neyslu þessara kjöttegunda hér innanlands einnig vaxið hröðum skrefum. Árið 2010 nam hann 6% af neyslu þessara þriggja kjöttegunda en 21% árið 2014.


Meðfylgjandi tafla sýnir þróun innflutnings þessara þriggja kjöttegunda og hlutdeild innflutnings í heildarneyslu árin 2010 – 2014:


* Meðtalinn innflutningur á tollnúmeri 02109990, en algengast er að þar sé skráður innflutningur á sprautusöltuðum kjúklingabringum.

 

Verðmæti þessa innflutnings komið að hafnarbakka hér á Íslandi (cif) árið 2014 nam alls 1.611,5 millj.kr. Þar af var verðmæti innflutts nautakjöts 912 millj.kr., svínakjöts 271,5 millj. kr og kjúklingakjöts 428 millj. kr.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f