Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Efstu 11 km Grenlækjar á svæðinu ofan við Stórafoss eru þurrir og þykir ástandið alvarlegt enda hefur sjóbirtingsstofninn orðið illa úti, þar sem nær öll seiði á svæðinu hafa drepist og þar með 2–3 seiðaárgangar.
Efstu 11 km Grenlækjar á svæðinu ofan við Stórafoss eru þurrir og þykir ástandið alvarlegt enda hefur sjóbirtingsstofninn orðið illa úti, þar sem nær öll seiði á svæðinu hafa drepist og þar með 2–3 seiðaárgangar.
Mynd / Friðþjófur Árnason
Líf og starf 12. júlí 2021

Grenlækur að þorna upp - mjög alvarlegt ástand

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Um síðustu mánaðamót bárust Hafrannsóknastofnun fregnir af vatnsþurrð í Grenlæk í Landbroti. Við vettvangsskoðun 3. júní kom í ljós að efstu 11 km Grenlækjar á svæðinu ofan við Stórafoss eru þurrir.
Þegar er ljóst að vatnalíf hefur orðið illa úti vegna vatns­þurrðar­innar nú, hafa þörungar, smádýr og fiskar drepist á öllu því svæði sem þornaði. Sérstaklega hefur sjóbirtingsstofninn orðið illa úti, þar sem nær öll seiði á svæðinu hafa drepist og þar með 2–3 seiðaárgangar. „Síðar mun koma í ljós hve alvarlegur skaði hefur orðið á fullorðnum sjóbirtingum, en líkur eru til að hluti stærri fiska hafi náð að forða sér neðar í lækinn þar sem vatn er enn til staðar. Farvegur lækjarins var að mestu skraufþurr og sást lítið sem ekkert vatn utan einstaka þornandi smápolla. Í stöku polli var að sjá lifandi fiska og ljóst að þeir eiga ekki langra lífdaga að vænta, taki vatn ekki fljótlega að renna að nýju,“ segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Fyrir þá sem ekki vita þá er Grenlækur frjósamur lindarlækur með ríkulegu lífríki. Þar er einn stærsti sjóbirtingsstofn landsins og þar eru mjög verðmæt veiðihlunnindi. Vatnsbúskapur Grenlækjar er háður því að nægilegt vatn flæði úr Skaftá og út á Eldhraunið en ef svo er ekki þá á rennsli Grenlækjar til með að þrjóta. Rennslinu út á Eldhraun er stýrt. Á því svæði sem nú er á þurru eru ein helstu hrygningar- og uppeldissvæði sjóbirtings í læknum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...