Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Danskir vísindamenn vinna nú hörðum höndum að því að gera prótein úr grasi nýtanlegt fyrir fólk.
Danskir vísindamenn vinna nú hörðum höndum að því að gera prótein úr grasi nýtanlegt fyrir fólk.
Mynd / Visnu Deva
Á faglegum nótum 12. nóvember 2024

Gras fyrir menn

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Í Danmörku vinnur vísindafólk á vegum háskólans í Árósum að einkar áhugaverðu verkefni en það gengur út á að þróa aðferð sem gerir prótein úr venjulegu grasi nýtanlegt fyrir fólk.

Á það að koma í stað annars plöntupróteins, eins og frá sojabaunum eða ertum. Samkvæmt frétt Maskinbladet.dk er um gríðarlegt hagsmunamál að ræða, enda má draga verulega úr sótspori plöntupróteins í norðurhluta Evrópu ef árangur næst. Þar er nefnt hátt sótspor sojabauna sem oftar en ekki koma langt að.

Aðferð vísindafólksins byggist á því að vinna próteinríkan safa úr grasinu sem svo er skipt upp í tvo hluta. Annars vegar prótein sem nýtist fyrst og fremst einmagadýrum eins og hænum og svínum og hins vegar prótein sem nýtist fólki.

Vandamálið við framleiðsluna, hingað til, hefur verið sú staðreynd að próteinið sem ætlað er fyrir fólk hefur haft sterkt bragð af grasi.

Nú hefur vísindafólk háskólans náð afgerandi áfanga í þessari viðleitni, þ.e. að gera grasprótein nýtanlegt fyrir fólk, en áfanginn felst í því að þeim hefur nú tekist að framleiða grasprótein sem ekki bragðast eins og gras. Próteinið er sem sagt bragðlaust og er því mögulega tækt til matargerðar.

Danir horfa hýru auga til vinnslu á próteini úr grasi, ekki einungis til þess að geta nýtt það í matargerð heldur ekki síður sem prótein í fóðri búfjár og munu þarlendir bændur því verða enn sjálfbærari. Fyrir land eins og Ísland, þar sem gras vex í miklum mæli og víða vannýtt en grasgæft land, gæti þessi nýja aðferð opnað á ótal áhugaverða möguleika fyrir bændur landsins.

Skylt efni: gras

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...