Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Grágæs
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Á faglegum nótum 20. september 2023

Grágæs

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Grágæs er stærst þeirra gæsa sem verpa á Íslandi og getur orðið allt að því 3,5 kg að þyngd. Hún er mjög algeng og útbreidd um allt land að undanskildu miðhálendinu sem hún eftirlætur frænku sinni, heiðagæsinni. Grágæsir eru að mestu farfuglar en þó dvelja þær nokkurn tíma á landinu. Fyrstu fuglar koma snemma, eða um miðjan mars, og dvelur mikill hluti þeirra hér alveg fram í nóvember. Algengt var að nokkur hundruð fuglar héldu til allan veturinn á Suðurlandi. Með hlýnandi loftslagi undanfarin ár og aukinni kornrækt á Suðurlandi hefur sú tala stóraukist og hlaupa staðfuglarnir nú á einhverjum þúsundum. Utan varptíma eru þær félagslyndar og sjást gjarnan í stórum hópum á láglendi þar sem þær sækja helst í gras eða korn í ræktuðu landi. Þær gæsir sem yfirgefa landið á veturna dvelja að mestu á Bretlandseyjum. Það getur verið tilkomumikil sjón á vorin og haustin að sjá stóra gæsahópa í oddaflugi. Langt farflug tekur mikið á fuglana en með því að fljúga í v-laga oddaflug tekst þeim að minnka loftmótstöðuna svo að fuglarnir geta flogið lengra án þess að þreytast.

Skylt efni: fuglinn | grágæs

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...