Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Grágæs
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Á faglegum nótum 20. september 2023

Grágæs

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Grágæs er stærst þeirra gæsa sem verpa á Íslandi og getur orðið allt að því 3,5 kg að þyngd. Hún er mjög algeng og útbreidd um allt land að undanskildu miðhálendinu sem hún eftirlætur frænku sinni, heiðagæsinni. Grágæsir eru að mestu farfuglar en þó dvelja þær nokkurn tíma á landinu. Fyrstu fuglar koma snemma, eða um miðjan mars, og dvelur mikill hluti þeirra hér alveg fram í nóvember. Algengt var að nokkur hundruð fuglar héldu til allan veturinn á Suðurlandi. Með hlýnandi loftslagi undanfarin ár og aukinni kornrækt á Suðurlandi hefur sú tala stóraukist og hlaupa staðfuglarnir nú á einhverjum þúsundum. Utan varptíma eru þær félagslyndar og sjást gjarnan í stórum hópum á láglendi þar sem þær sækja helst í gras eða korn í ræktuðu landi. Þær gæsir sem yfirgefa landið á veturna dvelja að mestu á Bretlandseyjum. Það getur verið tilkomumikil sjón á vorin og haustin að sjá stóra gæsahópa í oddaflugi. Langt farflug tekur mikið á fuglana en með því að fljúga í v-laga oddaflug tekst þeim að minnka loftmótstöðuna svo að fuglarnir geta flogið lengra án þess að þreytast.

Skylt efni: fuglinn | grágæs

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f