Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Grafalvarleg staða kjötframleiðslu
Skoðun 9. júní 2022

Grafalvarleg staða kjötframleiðslu

Höfundur: Ágúst Torfi Hauksson, forstjóri Kjarnafæði Norðlenska

Margt fellur með íslenskri kjötframleiðslu, landgæði, vatn, skilningur neytenda á hreinleika og heilnæmi vörunnar og metnaður þeirra sem framleiðsluna stunda.

Ágúst Torfi Hauksson

Það eru hins vegar í núverandi umhverfi verulega ógnanir við þennan grunnatvinnuveg þjóðarinnar, landbúnað. Þessar ógnanir eru ekki bara ógn við landbúnaðinn sem atvinnugrein heldur ógn við fæðuöryggi þjóðarinnar og sjálfbærni. Hækkanir á aðföngum hafa verið fordæmalausar á sama tíma og vaxtastig er í íþyngjandi hæðum. Nú er svo komið að róttækar breytingar verða að eiga sér stað svo bændur geti haldið áfram sinni starfsemi.

Fram hefur komið opinberlega, m.a. í skýrslum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML), að framleiðslukostnaður hefur verið umfram tekjur af framleiðslunni að teknu tilliti til stuðnings í gegnum búvörusamninga. Varðandi nautakjöt kemur fram í skýrslu frá því í júní 2021 að meðal EBITDA framleiðenda dugði ekki fyrir meðal afskriftum og fjármagnsliðum árið 2019 og staðan nú er enn alvarlegri þar sem afurðaverðshækkanir hafa ekki fylgt aðfangahækkunum.

Sauðfjárræktin hefur átt við mikla erfiðleika að etja undanfarin ár og útreikningar bæði RML og Bændasamtaka Íslands, sem meðal annars hafa verið kynntir á opnum fundum og skýrslum (RML 2021), leiða fram að afkoman var ósjálfbær fyrir þær kostnaðarverðshækkanir sem nú ríða yfir. Sama gildir um svínakjötsframleiðslu og alifugla þar sem fóðurkostnaður er langstærsti kostnaðarliðurinn, þar hefur hallað mjög á ógæfuhliðina samhliða aðfangahækkunum undanfarin misseri.

Staða kjötgreinanna er alvarleg og auka verður tekjur bænda ef forsvaranlegt á að vera að halda framleiðslu áfram og tryggja þannig fæðuöryggi, byggðafestu og lágmarksafkomu framleiðenda. Þær hækkanir sem nauðsynlegar eru til að mæta brýnni þörf eru taldar í tugum prósenta í öllum kjötgreinum.

Afkoma afurðastöðva hefur verið með þeim hætti undanfarin ár, eins og sést meðal annars í skýrslum sem unnar hafa verið fyrir ráðuneyti landbúnaðarmála, sú nýjasta unnin af Deloitte og gefin út 6. apríl 2021, að þar er af litlu að taka. Það blasir því við að eigi bændur að geta haldið framleiðslu áfram mun það skila sér að óbreyttu í verulegum hækkunum á kjötafurðum til neytenda.

Á undanförnum árum, þegar eitthvað hefur bjátað á í landbúnaði, t.d. hrun á erlendum mörkuðum fyrir bæði kjöt og aukaafurðir, heimsfaraldur, áburðarverðshækkanir og fleira, hefur ríkið komið að málum með einskiptis aðgerðum til handa bændum. Það er góðra gjalda vert en það er áríðandi að búa þannig um hnúta til framtíðar að greininni sé gert kleift að starfa og keppa við eðlilegar og sanngjarnar aðstæður.

Samkvæmt fyrrnefndri skýrslu unninni af Deloitte kemur fram að skýrsluhöfundar meta rekstrarhagræði af því að ráðast í aukna hagræðingu í slátrun á sauðfé og stórgripum vera á bilinu 0,9-1,5 milljarða króna og auk þess myndi fjárbinding greinarinnar lækka um 0,9-1,8 milljarða króna og draga úr fjárfestingarþörf til framtíðar. Þetta tækifæri blasir við.

Með auknum heimildum til hagræðingar væri unnt að hækka verð verulega til bænda án þess að það hefði sambærileg áhrif á verð til neytenda með tilheyrandi áhrifum á framfærslukostnað og vísitölu neysluverðs.

Til að þetta megi verða þarf lagabreytingu en stjórnvöld og starfshópar á þeirra vegum hljóta að horfa til þessa atriðis við vinnu sína á næstu vikum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...