Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Garðyrkjuritið
Garðyrkjuritið
Líf og starf 4. júlí 2022

Græn og læsileg rit

Höfundur: Vilmundur Hansen

Um þessar mundir eru áskrifendur að fá í hús Garðyrkjuritið og Skógræktarritið.

Bæði ritin eru að vanda með mikið af áhugaverðu lesefni og ætti því allt áhugafólk um ræktun að finna þar eitt og annað áhugavert.

Garðyrkjuritið, árbók Garðyrkjufélags Íslands, er farið í dreifingu til félagsmanna ásamt afsláttarvoldugu félagsskírteini. Ritstjóri ritsins er Björk Þorleifsdóttir. Meðal efnis í Garðyrkjuritinu að þessu sinni má finna upplýsingar um rósaræktun, vetrarskýlingu, blásólir, japanska garða, villigarða og „no-dig“ aðferðafræðina svo ekki sé minnst á græna fingur æskunnar í Aldingarði Reykjanesbæjar.

Auk margs konar fræðslu, reynslusagna og fallegra mynda.

Skógræktarritið

Skógræktarritið er eina tímaritið um skógrækt á Íslandi og aðalvettvangur skrifa íslenskra skógfræðinga og annarra sem áhuga hafa á hinum ýmsu
hlið um skógræktar.

Efni ritsins er fjölbreytt og víðtækt. Að þessu sinni eru meðal annars greinar um villisveppi, stöðu lerkis og framtíðarhorfur í skógrækt, notkun belgjurta og áburðaráhrif þeirra, áhrif skógræktar á kolefnisbúskap á Fljótsdalshéraði og umfjöllun um tré og runna sem bæta má í uppvaxnam skóga til að auka fjölbreytni þeirra.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...