Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Græn lán kynnt til sögunnar á næstu vikum hjá Byggðastofnun
Fréttir 9. maí 2019

Græn lán kynnt til sögunnar á næstu vikum hjá Byggðastofnun

Starfsemi Byggðastofnunar gekk mjög vel á liðnu ári og skilaði góðum afgangi. Verkefnum stofnunarinnar hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár og starfsemin aukist að umfangi í samræmi við það. 

Þetta kom fram í máli Aðalsteins Þorsteinssonar, forstjóra Byggðastofnunar, á ársfundi sem haldinn var á Siglufirði á dögunum. Hann sagði sveiflur í útlánastarfsemi haldast í hendur við umsvif í atvinnulífi landsbyggðanna sem henni er ætlað að þjóna. Hann kynnti til sögunnar svokölluð „Græn lán“ sem er nýr flokkur útlána á hagstæðum kjörum með það að meginmarkmiði að styðja við verkefni tengd nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa og bætta orkunýtingu. Þessi lánaflokkur verður kynntur betur á næstu vikum.

Árni Freyr Stefánsson, sérfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, kynnti nýja stefnumótun um kerfi almenningssamgangna fyrir allt landið þar sem leitast er við að skilgreina almenningssamgöngur sem eitt samþætt leiðakerfi fyrir flug, ferjur og almenningsvagna á öllu landinu.  Vífill Karlsson, dósent og atvinnuráðgjafi, og Margrét Björk Björnsdóttir, forstöðumaður Markaðsstofu Vesturlands, kynntu niðurstöður fyrirtækjakönnunar um stöðu og væntingar fyrirtækja í landsbyggðunum, og Hilmar Janusson, forstjóri Genís á Siglufirði, velti fyrir sér spurningunni um það hvort verðmætasköpun á landsbyggðunum lyti öðrum lögmálum en á höfuðborgar-svæðinu. 

Íslensk þátttaka í verkefnum Norðurslóðaáætlunar

Að lokum voru kynnt þrjú verkefni með íslenskri þátttöku í Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins.  Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, kynnti verkefnið SmartFish sem er samstarfsverkefni Norður-Írlands, Finnlands og Íslands, um þróun og hagnýtingu snjallstrikamiða sem  tryggja rekjanleika og vöktun matvæla frá framleiðanda til neytanda.  

Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri á Sjúkrahúsinu á Akureyri, kynnti verkefnið Making it Work, sem er samstarfsverkefni Skotlands, Svíþjóðar, Kanada, Noregs og Íslands. Samstarfið fólst m.a í því að þróa og hanna líkan sem nýtist við að takast á við áskoranir sem felast í því að ráða og halda í sérhæft heilbrigðisstarfsfólk í dreifbýli.  Að lokum kynnti Sveinbjörg Pétursdóttir, atvinnuráðgjafi hjá SSNV, verkefnið Digi2Market. 

Auk Íslands eru þátttakendur frá Írlandi, Finnlandi og Norður-Írlandi. Meginmarkmið verkefnisins er að þróa stafrænan markaðs- og söluhugbúnað fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.

Ný stjórn

Á fundinum kynnti ráðherra stjórn Byggðastofnunar 2019–2020.  Stjórnarformaður verður Magnús B. Jónsson, Skagaströnd.  Aðrir stjórnarmenn eru þau Sigríður Jóhannesdóttir, Svalbarðshreppi, Gunnar Þorgeirsson, Grímsnes- og Grafningshreppi, Halldóra Kristín Hauksdóttir, Akureyri, Karl Björnsson, Reykjavík, María Hjálmarsdóttir, Eskifirði og Gunnar Þór Sigbjörnsson, Egilsstöðum.

Skylt efni: Byggðastofnun

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...