Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bryndís ÍS, elsti skráði þilfarsbátur á Íslandi, var sjósett á Ísafirði 28. desember 1939.
Bryndís ÍS, elsti skráði þilfarsbátur á Íslandi, var sjósett á Ísafirði 28. desember 1939.
Mynd / Úr einkasafni
Líf og starf 23. september 2022

Gömul skip verða ekki minjar sé þeim eytt

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Þetta er gríðarmikið verkefni,“ segir Hörður G. Jóhannsson, sem hafist hefur handa við að gera upp elsta skráða þilfarsbát hér á landi, Bryndísi ÍS, sem smíðuð var á Ísafirði og sjósett 28. desember 1939.

Hörður Jóhannsson, rafvirki og vélstjóri, ætlar að gera elsta skráða þilfarsbát
hér á landi upp og hefur þegar hafist handa norður á Akureyri. Mynd / MÞÞ

Lauslega áætlað gerir hann ráð fyrir að 10 og upp í 20 þúsund vinnustundir þurfi til að gera bátinn upp. Hörður hefur fengið 2,7 milljónir króna í styrk frá
Minjastofnun en að öðru leyti sjálfur staðið straum af kostnaði.

Hörður segir að líta megi svo á að Bryndís ÍS sé undanfari Guðbjargar ÍS sem um árabil var gerð út frá Ísafirði, en fyrstu skipstjórar voru þeir Guðmundur Guðmundsson og Ásgeir Guð- bjartsson, sem síðar stofnuðu saman útgerðarfélagið Hrönn á Ísafirði sem gerði Gugguna út. Hörður keypti bátinn árið 2001, en þá hafði honum borist til eyrna að lægi fyrir að farga honum fyrir vestan og á þeim tíma var ekki mikill áhugi á að varðveita bátinn.

„Það hafa margir bátar farið forgörðum hjá okkur Íslendingum í tímans rás, það er mikið talað um að vernda báta og skip og forða þeim frá glötun, en stundum verður minna úr því,“ segir hann.

Nefnir hann t.d. kútter Sigurfara frá Akranesi í því sambandi og Maríu Júlíu, frægt varðskip á sinni tíð sem liggur undir skemmdum fyrir vestan.

Búið að koma bátnum fyrir áður en skýlið var reist.

Hver á að sinna þessu verkefni?

„Þetta er líka spurning um hver á að vernda þessa gömlu báta, einstaklingar eða hið opinbera,“ segir Hörður og nefnir að því sé gjarnan borið við hjá hinum opinberu aðilum að peninga skorti, mannskap og pláss til að taka gamla báta og gera upp. Örlög þeirra verði því of oft að grotna niður fyrir augum okkar og á árum áður var vinsælt að farga þeim á áramótabrennum.

Hörður er rafvirki og vélstjóri og starfaði mikið á sinni starfsævi við gamla báta, m.a. var hann mikið hjá Norðursiglingu á Húsavík. Hann gjörþekkir til um borð í eldri bátum og um tíðina safnaði hann alls kyns hlutum sem skipt var um. „Þeir koma sér vel núna, ég á mikið safn sem ég vonast til að geta nýtt eitthvað við þetta verkefni. Annars útvega ég mér efni héðan og þaðan, mest kemur frá útlöndum því það er búið að farga flestum bátum af þessu tagi hér á landi og ekki um auðugan garð að gresja þar,“ segir hann.

Bryndís ÍS hafði ekki haffærniskírteini þegar Hörður keypti bátinn fyrir ríflega tveimur áratugum en fékk leyfi til að sigla honum frá Ísafirði til Akureyrar sem hann gerði. Upp frá því hefur báturinn verið fyrir norðan, á ýmsum stöðum á Akureyri, en var fluttur í Sandgerðisbót nú síðast. Þar hefur Hörður reist létt skýli yfir bátinn sem hlífir honum fyrir úrkomu. „Ég ætlaði að byrja á fullu í þessu verkefni þegar ég hætti að vinna, en þá tóku veikindi við og ekkert varð úr mínum góðu áformum fyrr en núna í haust.“

Hörður reisti létt skýli yfir Bryndísi sunnarlega í Sandgerðisbótinni og má ætla að þar verji hann mörgum vinnustundum á komandi vetri við að bjarga bátnum frá glötun.

Margbúið að reyna að hafa vit fyrir mér

Gerir hann ráð fyrir að vera mestmegnis einn við verkið en nýtur einnig aðstoðar frá fjölskyldu sinni og vinum. Einnig er skipasmiður með honum í liði, sem veitir stuðning og hjálp við verkið. Hvað kostnaðinn varðar segir hann að ljóst sé að svo umfangsmikið verkefni kosti stórfé, samanber allan þann efnivið sem keyptur hefur verið. Hann hefur fengið styrk frá Minjastofnun og stefnir Hörður á að sækja fleiri styrki til verksins eftir því sem fram vindur.

„Heimska,“ svarar Hörður galvaskur, spurður um af hverju hann sé að vasast í þessu verkefni. Hann gæti sem best spókað sig á Tenerife yfir vetrarmánuðina í stað þess að vinna baki brotnu við að gera upp gamlan bát í köldu skýli. „Það er margbúið að reyna að hafa vit fyrir mér, en án árangurs. Fólk er boðið og búið að segja mér hvað þetta sé vitlaust, kostnaðarsamt og mikil vinna. En ég hef alla mína ævi haft áhuga á gömlum bátum og veit að ég er með mikil verðmæti í höndunum,“ segir hann.

Skylt efni: minjar | skip | þilfarsbátur

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...