Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Göngur og réttir og COVID-19
Mynd / Bbl
Fréttir 19. ágúst 2020

Göngur og réttir og COVID-19

Höfundur: Ritstjórn

Embætti landlæknis, Landssamtök sauðfjárbænda, Bændasamtök Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa gefið út leiðbeiningar fyrir göngur og réttir, vegna COVID-19.

Leiðbeiningunum er skipt upp í níu liði; Almennt um göngur og réttir, Grundvallarsmitgát, fjallaskálar - þrif og umgengni á tímum COVID-19, Innlendir og erlendir ferðamenn í réttum, Gátlisti fyrir göngur, gátlisti fyrir réttir, Ef eitthvað er óljóst, Frekar upplýsingar um COVID-19 og Viðaukar (lög, reglugerðir og annað sem að gangi má koma.

Í liðnum „Almennt um göngur og réttir“ eru nokkur lykilatriði tíunduð sem ætti að hafa til hliðsjónar í þeim störfum sem framundan eru og varða göngur og réttir:

  • „Áhersla er lögð á að hver og einn beri ábyrgð á eigin athöfnum og að: „Við erum öll almannavarnir“.
  • Sveitarstjórn telst vera stjórn fjallskilaumdæmis og ber ábyrgð á framkvæmd gangna og rétta og ber að tryggja að reglum um sóttvarnir sé fylgt eftir.
  • Ef ekki er hægt að tryggja að framkvæmd gangna og rétta sé í samræmi við sóttvarnarreglur þarf að sækja um undanþágu. Sveitarstjórn ber ábyrgð á því að sækja um slíka undanþágu á netfangið h rn@hrn.is. S já auglýsingu HRN 14. ágúst 2020. 10.gr.
  • Vegna fjöldatakmarkana er mælst til þess að gestir komi ekki til réttarstarfa. Því verður fylgt strangt eftir að við réttarstörf séu ekki fleiri en 100 manns.
  • Allir sem taka þátt í göngum og réttum skulu hlaða niður smitrakningarappi almannavarna.
  • Vegna smitvarna er mælst til þess að áfengi verði ekki haft um hönd.
  • Fjallaskálar/húsnæði sem notað er við göngur eru eingöngu opin fyrir smala og þá sem hafa hlutverk í göngum/leitum þann tíma sem göngur/leitir standa yfir. Ábyrgðaraðili fjallskila tryggir í samvinnu við rekstraraðila húsnæðis að svo megi verða.“

 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...