Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gömul yrki gætu verið svarið
Utan úr heimi 24. maí 2023

Gömul yrki gætu verið svarið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ræktendur vínviðar á Spáni binda vonir við að gömul yrki sem lítið er ræktað af í dag geti komið í staðinn fyrir uppskerumeiri yrki sem flest eru á undanhaldi vegna hækkandi lofthita.

Áhugi á gömlum ræktunaryrkjum nytjaplantna, eins og til dæmis vínviði, hefur aukist í kjölfar hækkandi lofthita. Ókosturinn við nýrri yrki er að kynbætur á þeim hafa stefnt að hámarks uppskeru og stærri berjum. Hefur það leitt til þess að plönturnar hafa misst ýmsa aðra eiginleika. Kosturinn við mörg eldri yrki er að þrátt fyrir að þau gefi minna af sér
eru þau harðgerðari og þolnari fyrir breytingum á veðurfari.

Vitis vinifera

Nánast öll yrki af vínviði sem notuð eru til víngerðar eru af tegund sem kallast Vitis vinifera á latínu. Yrki V. vinifera og talin vera hátt í tíu þúsund talsins en þeirra helstu í ræktun eru Sultana, Airén, Cabernet Sauvignon, Sauvignon Blanc, Cabernet Franc, Merlot, Grenache, Tempranillo, Riesling og Chardonnay. Mörg þessara yrkja eru nú á undanhaldi.

Þrátt fyrir að bændur norðar í Evrópu líti björtum augum til þess að geta farið að rækta þessi yrki og framleiða vín eru vínviðarræktendur á Spáni og víðar í Suður-Evrópu ekki eins bjartsýnir um framtíð sína. 

Margir þeirra eru því farnir að leita að öðrum og oft gömlum yrkjum til að rækta.

Mikið áfall

Talsmaður spænskra vínviðarræktenda segir að hækkun lofthita sé það versta sem komið hafi fyrir stéttina frá því seint á 19. öld þegar til Evrópu barst frá Norður-Ameríku smáfluga sem kallast Phylloxera og lifir á rótum vínviðar. Talið er að plantan hafi borist til Evrópu
með norður-amerískum vínviði, V. labrusca, þegar gerðar voru tilraunir með að rækta hann í Frakklandi.Plöntur í Norður- Ameríku voru aðlagaðar flugunni en plöntur í Evrópu ekki. Skaðinn sem flugan olli í Evrópu var slíkur að vínrækt lagðist nánast niður um tíma. Á síðustu stundu tókst að bjarga ræktuninni með því að græða evrópskar vínviðarplöntur á rætur plantna frá Norður- Ameríku en það tók mörg ár að koma ræktuninni til fyrra horfs. Ágræðsla af þessu tagi er viðhöfð enn í dag.

Gömul yrki í Nýja heiminum

Vínviðarræktendur í Kaliforníu í Bandaríkjunum eru einnig farnir að skoða eldri yrki til ræktunar. Eitt þeirra er gamalt franskt yrki sem nánast er útdautt í heimalandi sínu og kallast Mourtaou / Cabernet Pfeffer. Það er sagt gefa af sér vínber með piparkeim. Annað gamalt yrki sem hlotið hefur uppreisn æru er Mission.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...