Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ann-Marie á Egilsstöðum á Fljótsdal hefur komið upp matarvagni við upphaf gönguleiðar að Hengifossi.
Ann-Marie á Egilsstöðum á Fljótsdal hefur komið upp matarvagni við upphaf gönguleiðar að Hengifossi.
Líf og starf 28. júlí 2021

Góðar viðtökur og ánægja með framtakið

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Það hefur gengið mjög vel og greinilegt að gestir eru ánægðir með að eiga þess kosta að kaupa veitingar hér,“ segir Ann-Marie Schlutz, frumkvöðull á Egilsstöðum í Fljótsdal. Hún opnaði nýverið matarvagn handan árinnar á móts við upphaf göngustígsins inn að Hengifossi í Fljótsdal.

Hengifossárgil í Fljótsdal dregur að sér fjölda gesta ár hvert. Það er ekki síst Litlanesfoss, sem einnig hefur borið nafnið Stuðlabergsfoss sökum fagurra stuðla sem umlykja fossinn, og Hengifoss í botni gilsins sem er einn hæsti foss landsins. Fyrr í sumar opnaði Ann-Marie matarvatn við upphaf leiðarinnar, en vagninn gengur undir nafninu Hengifoss Food Truck. Ann-Marie á veg og vanda að rekstri Sauðagulls ehf. sem þróað hefur gæðavörur úr sauðamjólk, enn einn draumur hefur að hennar sögn ræst með rekstri matarvagnsins. Þar verður hægt að gæða sér m.a. á súpu, vöfflum, sauðamjólkurís og heitum og köldum drykkjum.

Ann-Marie Schlutz, frumkvöðull á Egilsstöðum í Fljótsdal.

Allt seldist upp

Matvara sem er mikið til úr staðbundnum og ferskum hráefnum sem framreidd eru af ástríðu og kjörin í maga eftir góðan göngutúr upp gilið. „Það seldist allt upp hjá mér einn sunnudaginn, m.a. allur ís sem ég var búin að framleiða. Það er greinilegt að fólk er meira en til í að prófa sauðamjólkurísinn og það á líka við um börnin sem mér finnst alveg frábært,“ segir Ann-Marie.

„Fólk er ánægt með að eitthvað sér að gerast við Hengifoss, það koma margir þar að og nú loks er hægt að kaupa þar veitingar.“ Bæði Íslendingar og útlendir ferðamenn hafa undanfarið verið á svæðinu að hennar sögn.

Gönguleið að Hengifoss. 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...