Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hér er Hörður Geirsson, sem vinnur á Minjasafninu, að þeyta skífum – gamall plötusnúður.
Hér er Hörður Geirsson, sem vinnur á Minjasafninu, að þeyta skífum – gamall plötusnúður.
Mynd / MÞÞ
Líf og starf 6. október 2021

Góð aðsókn á Eyfirskan safnadag

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Eyfirski safnadagurinn var haldinn á dögunum en þann dag opna fjölmörg söfn á Eyjafjarðarsvæðinu dyr sínar og bjóða gesti velkomna að skoða söfnin endurgjaldslaust.

Alls tóku að þessu sinni 15 söfn þátt í Eyfirska safnadeginum og voru þau staðsett hvarvetna í Eyjafirði.

Vespur hafa alltaf notið vinsælda.

„Aðsóknin var góð og við erum ánægð með viðtökur, það var ekki annað að sjá en fólk kunni vel að meta það sem í boði var,“ segir Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri.
Eyfirski safnadagurinn hefur verið haldinn frá árinu 2007 og segir Haraldur Þór að í fyrstu hafi ekki annað staðið til en að halda daginn í þetta eina skipti.

Hann gekk hins vegar svo ljómandi vel að ákveðið var að endurtaka leikinn árið á eftir „og síðan hefur þessi dagur verið árlegur viðburður nema hvað við þurftum að aflýsa á síðasta ári vegna heimsfaraldursins,“ segir hann.

Eyfirski safnadagurinn hefur alltaf verið haldinn á sumardaginn fyrsta og markað upphafið að sumarstarfsemi safnanna, en nú var hann færður yfir á haustið, líka vegna stöðu faraldursins í vor.
„Við erum bara glöð yfir að hafa getað haldið upp á daginn,“ segir Haraldur Þór.

Gestum Minjasafnsins gefst kostur á að spreyta sig í trommuleik. Hér er Úlfar að prófa.

WDK Whermacht mótorhjól sem höfðu á þessum tíma yfir sér rómantískan blæ, en þurftu gjarnan mikið viðhald.

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...