Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Glýfosfat er mikið notað í kornrækt í Bretlandi.
Glýfosfat er mikið notað í kornrækt í Bretlandi.
Mynd / Ben Seymour
Utan úr heimi 13. febrúar 2025

Glýfosfat-ónæmi staðfest

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Vísindamenn hafa fundið illgresi sem er ónæmt fyrir plöntueitrinu glýfosfat, sem er virka efnið í Roundup.

Hópur vísindamanna á vegum ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðar í Bretlandi staðfesti þetta eftir að hafa skimað í gegnum fræsýni frá sveitabæ í Kent-sýslu. Illgresið sem um ræðir er einært rýgresi sem veldur oft skaða við hveitirækt á Bretlandi. Frá þessu greinir Guardian.

Þeir illgresiseyðar sem eru notaðir hvað mest í heiminum eru byggðir á glýfosfati. Í Bretlandi er það mikið notað til að hreinsa burt allan gróður í flögum og gera klárt fyrir sáningu. Glýfosfat drepur ekki plöntur sem hafa verið erfðabreyttar til þess að þola efnið. Líkur hafa verið leiddar að tengslum milli krabbameins og glýfosfats. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin setti efnið á lista yfir mögulega krabbameinsvaldandi efni árið 2015.

Vísindamenn segja þessa uppgötvun vera ákveðið viðvörunarmerki um að bændur skuli ekki treysta um of á illgresiseyðinn. Mælt hefur verið með því að bændur beiti fleiri verkfærum, eins og skiptirækt, til að losna við illgresi úr sínum ökrum

Ekki er talin mikil hætta á almennri útbreiðslu illgresis með glýfosfat-ónæmi eins og staðan er, en hvatt er til árvekni í nágrenni þess svæðis þar sem ónæmið fannst.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...