Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Glókollur
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Á faglegum nótum 14. september 2022

Glókollur

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Glókollur er minnsti fugl Evrópu en fullorðinn fugl er um 9 cm að lengd og vegur svipað og 5 krónu mynt (um 6 grömm). Hann er nokkuð nýr landnemi og að öllu leyti skógarfugl, því er nokkuð ljóst að hann hefur numið hér land í kjölfar mikillar aukningar í greniskógrækt.

Upp úr aldamótum fer að bera á fjölgun glókolla og er áætlað að stofninn sé núna á bilinu 1.000-2.000 pör. Hann er staðfugl en þrátt fyrir smæð sína þá stendur hann ágætlega af sér íslenskt veðurfar. Engu að síður hafa komið hrun í stofninn sem líklega tengjast sveiflu í framboði á grenilús sem er undirstöðufæða glókollsins. Fuglinn er frekar hnöttóttur í laginu með stutta og breiða vængi. Hann er grænleitur með svarta og gula kollrák nema hjá karlfuglinum er kollrákin að hluta appelsínugul. Þeir eru mjög kvikir og halda sig gjarnan innarlega í trjám en eiga það til að koma út á greinarnar í leit að fæði. Það getur því verið áskorun að koma auga á þennan litla fugl en oft kemur hann þó upp um sig því þeir eru sítístandi og kallandi sín á milli. Glókollar verpa iðulega nokkrum sinnum á sumri og allt að því 6-11 egg í hvert skipti. Svona mikil urpt spilar stóran þátt í því hvað stofnin
n getur náð sér fljótt á strik aftur eftir áföll og stækkað hratt á skömmum tíma.

Skylt efni: fuglinn

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...