Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Glóbrystingur
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 4. janúar 2023

Glóbrystingur

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Glóbrystingur er algengur um alla Evrópu. Hann heldur sig oft í kringum híbýli manna, sækir sérstaklega í garða þar sem hann er mjög lunkinn að finna sér æti. Hann er fyrst og fremst skordýraæta en á veturna sækir hann einnig í ber, ávexti og fræ. Glóbrystingar hafa ekki sest að hérna á Íslandi en þeir eru algengir vetrargestir um allt land. Hér halda þeir gjarnan til í görðum þar sem fuglum er reglulega gefið að borða, þar fá þeir einnig skjól og standa ágætlega af sér íslenskt veðurfar. Víða í Evrópu fylgja þeim miklar sögur og hjátrú. Margar þessar sögur eiga uppruna sinn í goðafræðum, keltneskum hefðum eða ýmsum trúarbrögðum. Mjög algengt er að finna teikningar eða myndir af glóbrystingi á póstkortum, frímerkjum, myndskreyttu leirtaui, servéttum, hvers kyns ílátum og ekki síst jólaskreytingum. Sennilega er ein helsta hjátrúin sú að hann sé boðberi látinna ættingja eða ástvina og að sjá glóbrysting tákni að andi þeirra sem maður hefur misst sé nálægt. Þegar póstmenn hinnar bresku konunglegu póstþjónustu klæddust rauðum einkennisbúningum á Viktoríutímabilinu fengu þeir viðurnefnið Robin sem er enska heitið á glóbrystingi. Þetta varð til þess að á svipstundu urðu glóbrystingar algeng myndskreyting á umslögum, póstkortum, frímerkjum og póstkössum þar sem þeir jafnvel héldu á umslögum líkt og póstmennirnir gerðu. Þessi hefð og hjátrú lifir enn þá góðu lífi í dag.

Skylt efni: fuglinn

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...