Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Gljáðar svínakótelettur og grænmeti
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 7. ágúst 2020

Gljáðar svínakótelettur og grænmeti

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Kjöt sem er gljáð með kryddjurtum verður mjög bragðgott, þökk sé kryddleginum með ólífuolíu, timjan, rósmarín og lárviðarlaufi í aðalhlutverki. Og smá chili til að krydda lífið með.
 
Gljáðar svínakótelettur
  • 400 g svínakótelettur
  • 2 msk flögusalt
  • ½ chili kjarnhreinsað
  • 100 g ólífuolía
  • 3 kvistir timjan
  • 4 þurrkuð  lárviðarlauf
  • 2 kvistar af rósmarín
  • 4 hvítlauksrif

Aðferð
Daginn áður, saltið allar hliðar á svínakjötinu með því að nudda það með flögusaltinu, bætið síðan saxaða chili við. Setjið kjötið á disk og síðan smá ólífuolíu yfir. Merjið timjan, lárviðarlauf og rósmarín og stráið þeim yfir kjötið. Bætið mörðum hvítlauksrifjum saman við. Nuddið kryddið saman við kjötið, setjið plastfilmu yfir og látið  það hvílast í kæli í 12 klukkustundir.
 
Sama dag og á að elda kjötið, hitið þá grillið, setjið kjötið á og eldið í  5–7 mín. á hvorri hlið, látið hvíla. Sneiðið niður, saltið síðan og berið fram.
 
Með meðlæti að eigin vali.
 
 
Steikt grænmeti á pönnu 
 
Þetta steikta grænmeti er gott með cous cous eða hrísgrjónum.
 
Elskarðu grænmeti en ert ekki grænmetisæta? Undirbúið og skerið grænmeti sem til er í ísskápnum eða beint af bændamarkaði; sem er ræktað á þeim tíma sem á að elda, til dæmis papriku, gulrætur, næpu, fennel, sellerí, sveppi, kúrbít, tómata, flatbaunir og grænar baunir. 
 
Grænmetið er fjölbreytt á sumrin og á haustin þegar uppskera er í hámarki. Berið þetta fram með salati.
 
Grænmeti að eigin vali, til dæmis:
  • 1 gul paprika
  • 2 litlar gulrætur
  • 4 litlar næpur
  • 1 fennelhaus
  • 1 sellerí 
  • 4 fallegir sveppir
  • 1 kúrbítur
  • 2 tómatar
  • 100 g baunir
  • 4 vorlaukar

Annað hráefni:
  • Ólífuolía
  • ½ sítróna
  • 2 hvítlauksrif
  • 50 ml af grænmetissoði (vatn og kraftur)
  • 60 g soðnar kjúklingabaunir
  • 3 kvistir af kóríander
Fjarlægðu rótarenda og skræl. Skerið grænmetið, bætið á pönnuna papriku, gulrótum, næpu, fennel og selleríi, svo og sítrónu. Kryddið með salti og pipar.
 
Bætið síðan við sveppunum, kúrbít og tómötunum, svo og  mörðum hvítlauksrifjum.  Láttu eldast í 2 mín. yfir hóflegum hita.
 
Hellið seyði í, sjóðið og látið sjóða í 10 mín. yfir miðlungs hita.
 
Bætið við vorlauknum og baunum, því sem á að haldast grænt og fallegt. Byrjið að sjóða aftur og eldið í 2 mín.
 
Setjið kóríanderinn yfir. Takið af hit­anum.
 
Berið fram með ólífuolíu og stráið með flögusalti.Til að stjórna matreiðslu á grænmetinu, gættu þess að skera grænmetið reglulega. Mat­reiðslan verður fljót og útkoman falleg.
 
Aldrei hylja grænmeti með loki, annars missir það fallegan lit og verður grátt.
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...