Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Höfundur: Prjónakveðja, Stelpurnar í Handverkskúnst www.garn.is

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárskraut, jólaskraut eða hvað sem er. Stykkið er prjónað frá hlið að hlið í klukkuprjóni með i-cord og tvöföldu prjóni.

DROPS Design: Mynstur cm-156.

Stærð: Breidd = ca 11 cm, hæð = ca 9 cm.

Garn: DROPS Cotton Merino (fæst hjá Handverkskúnst).
- 50 gr litur 06, kirsuberjarauður.
- 1 slaufa er ca 17 grömm.

Prjónar: nr. 3 - eða þá stærð sem þarf til að 20 lykkjur og 44 umf með klukkuprjóni verði 10 x 10 cm.

Fylgihlutir: Næla eða snúra til að festa slaufuna með.

SLAUFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:

Stykkið er fyrst prjónað fram og til baka sem ein lengja í klukkuprjóni með i-cord í hvorri hlið. Síðan er uppfitjunarkanturinn saumaður við affellingarkantinn. Síðan er prjónað miðjuband í tvöföldu prjóni – miðjubandið er fest utan um sjálfa slaufuna. Í lokin er saumuð niður næla eða snúra þrædd í gegnum miðjubandið á bakhlið á slaufunni þannig að hægt sé að festa slaufuna eða hnýta hana fasta.

KLUKKUPRJÓN MEÐ 2 LYKKJUR I-CORD Í HVORRI HLIÐ:

UMFERÐ 1 (= ranga): Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt, * prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 1 lykkju slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt.

UMFERÐ 2 (= rétta): Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt.

UMFERÐ 3 (= ranga): Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt, * prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 uppsláttur er eftir og 3 lykkjur, prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt.

EFTIR UMFERÐ 3: Endurtakið síðan umferð 2 og 3.

TVÖFALT PRJÓN:

UMFERÐ 1 (= rétta): * Lyftið fyrstu / næstu lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* út umferðina, snúið.

UMFERÐ 2 (= ranga): * Lyftið fyrstu / næstu lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* út umferðina, snúið.

EFTIR UMFERÐ 2: Endurtakið umferð 1 og 2.

SLAUFA: Fitjið upp 19 lykkjur á prjóna 3 með DROPS Cotton Merino. Prjónið KLUKKUPRJÓN MEÐ 2 LYKKJUR I-CORD Í HVORRI HLIÐ – lesið útskýringu að ofan. Prjónið þar til stykkið mælist 22 cm. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu.

Fellið af. Saumið affellingarkantinn við uppfitjunarkantinn – saumið lykkju fyrir lykkju, þannig að það myndast hringur (passið uppá að réttan sé út, þ.e.a.s. að það sé brugðin klukkuprjóns-lykkja í hvorri hlið innan við i-cord kanta). Saumurinn er staðsettur fyrir miðju á bakhlið á slaufunni.

MIÐJUBAND: Fitjið upp 10 lykkjur á prjóna 3 með DROPS Cotton Merino. Prjónið TVÖFALT PRJÓN framan og til baka – lesið útskýringu að ofan. Þegar miðjubandið mælist 6 cm, prjónið allar lykkjur slétt saman 2 og 2 = 5 lykkjur. Fellið af. Leggið miðjubandið utan um slaufuna þannig að slaufan sé bundin saman í miðju. Saumið uppfitjunarkantinn við affellingarkantinn (saumurinn á að vera aftan á slaufunni).

FRÁGANGUR: Saumið nælu eða þræðið snúru í gegnum miðjubandið aftan á slaufunni til að festa slaufuna með.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur
14. desember 2021

Ullarsokkar Huldu Brynjólfsdóttur

Nýir orkugjafar og hagkvæmni
28. febrúar 2025

Nýir orkugjafar og hagkvæmni

Hrossin eiga hug þeirra allan
30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Hettutrefill
5. febrúar 2025

Hettutrefill

Unnsteinn Mói
5. nóvember 2025

Unnsteinn Mói

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f