Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Glæný sumarblóm í ker
Mynd / Guðríður Helgadóttir
Á faglegum nótum 1. júlí 2021

Glæný sumarblóm í ker

Höfundur: Guðríður Helgadóttir

Svalir og sólpallar fyllast einstökum ævintýraljóma þegar búið er að koma þar fyrir smekklegum og sumarlegum blómakerjum og pottum, stútfullum af glóðvolgum og glænýjum sumarblómum.

Fjöldinn allur af sumarblóma­tegundum þrífst vel við íslenskar aðstæður og hægt að finna blóm fyrir hvers manns ker, alla mögulega og ómögulega liti, stór eða lítil blóm, hávaxin og lágvaxin, hangandi, upprétt, breið- eða grannvaxin og þannig mætti lengi telja.

Mikilvægt að hafa göt í botni íláta

Við val á kerjum og pottum til ræktunar er nauðsynlegt að hafa göt á botni ílátanna til að tryggja að vatn sitji ekki á rótum plantnanna. Þegar kemur að gróðursetningunni er gott að setja bút af jarðvegsdúk eða gamalli tusku yfir götin, áður en jarðvegur er settur í ílátin, er það gert til að tryggja að fína efnið úr moldinni skolist ekki út úr pottinum og valdi óþrifum í grennd. Ef um er að ræða stóra potta eða ker er ágætt að setja góðan slurk af vikri eða grófri möl neðst í pottinn og fylla svo upp með góðri pottamold. Plönturnar eru svo teknar úr pottunum og þeim raðað í pottinn í þeirri uppsetningu sem þykir falleg, oft er heldur minna bil á milli plantna í pottum en í beðum. Fyllt er upp í bilið á milli plantnanna með gróðurmoldinni og passað upp á að moldaryfirborðið sé 2-3 cm fyrir neðan pottbrúnina, þá er auðvelt að vökva ofan í pottinn án þess að mold og vatn sullist yfir brúnina.

Uppáhaldspottarnir með í fríið

Eftir gróðursetningu er vökvað yfir pottinn og hann settur á sinn stað. Plöntur í pottum og kerjum þarf að vökva eftir þörfum allt sumarið og ágætt að gefa þeim venjulegan pottablómaáburð með vökvunarvatninu 1-2 sinnum í viku allt sumarið. Þó er óþarfi að gefa áburð fyrstu tvær til þrjár vikurnar eftir gróðursetningu því pottamoldin inniheldur að jafnaði áburð sem dugar í þann tíma. Yfir sumarið er ágætt að fjarlægja visin blóm eftir þörfum til að halda kerinu fallegu og endurnýja plöntur ef þær verða fyrir skakkaföllum. Þegar farið er í frí er alveg tilvalið að taka með sér uppáhaldspottana og stilla þeim upp við hjólhýsið eða tjaldvagninn, það sýnir að fólki er full alvara í ræktuninni.

Skylt efni: Garðyrkja | sumarblóm

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...