Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Glaðlega leikur skugginn í sólskininu
Líf og starf 29. nóvember 2022

Glaðlega leikur skugginn í sólskininu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Steinn Kárason garðyrkju- og umhverfishagfræðingur hefur sent frá sér skáldsöguna Glaðlega leikur skugginn í sólskininu.

Sagan er örlaga­saga sem tekur mið af tíðarandanum á árunum 1962 til 1964.
Höfundur segir að sagan sé skrifuð fyrir fullorðna en geti hæglega höfðað til ungmenna og fjalli um dreng sem vex upp í sjávarþorpi við fjörð sem fóstrar blómlegar sveitir. Nánd við sjó og sjómenn, bændur og búalið, mynda bakgrunn sögunnar.  Leiksviðið er þorpið, gömul hús, fjaran, bryggjurnar og sveitin.

„Strákar leika sér og rækja skyldur sínar í heimi fullorðinna. Drengurinn hænir að sér dúfur. Hann forðar kettlingi frá dauða og verða með þeim miklir kærleikar. Hann sér einnig eitt og annað sem aðrir skynja ekki og það reynist honum þungt í skauti. Ógeðfelldir atburðir gerast, viðkvæm atvik í lífi fólksins.“ 

Steinn segir að í bókinni birtist mannlegur breyskleiki í ýmsum myndum og jafnvel sannleikur sem þolir ekki dagsljósið. Sagan gerist í skugga kalda stríðsins. Rússagrýlan og Kúbudeilan eru í hámarki
og í fyrsta sinn í sögunni stendur mannkynið frammi fyrir tortímingu heimsins vegna kjarnorkusprengju.

Skylt efni: bókaútgáfa

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...