Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Hönnunarteymi Til & frá tók vel á móti gestum
Hönnunarteymi Til & frá tók vel á móti gestum
Mynd / Stefanía Sigurdís
Líf og starf 29. apríl 2025

Gjörið svo vel að líta inn!

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Hönnunarmars, ein helsta hátíð og kynning íslenskrar hönnunar og arkitektúrs, var haldinn nýverið og margt forvitnilegt bar fyrir augu.

Íslenskir listunnendur gátu meðal annars heimsótt KJÖRBÚÐINA í Rammagerðinni við Laugaveg þar sem hönnunarteymið Til & frá kynnti og seldi ýmiss konar spennandi afurðir íslenskra geita og sauðfjár. Verkefnið er tenging íslenskra hönnuða við íslenska bændur í bland við nýsköpun þar sem hönnuðirnir þróuðu bæði áhöld svo og nýjar matvörur.

Einstakar vörur úr hágæða hráefni

Hönnuðirnir, þau Anna Diljá Sigurðardóttir, Elín Arna Kristjánsdóttir, Elín Margot, Helgi Jóhanns son og Kjartan Óli Guðmundsson, voru í samstarfi við geitabýlið Hrísakot, sauðfjárbýlið Hofstaði og Svæðisgarðinn á Snæ- fellsnesi. Verkefnið sækir innblástur í staðbundna hefð en sýnir þó þá möguleika sem felast í sauðfjárog geitabúskap. Var markmiðið að skapa einstakar vörur sem gera þessu hágæða hráefni hátt undir höfði og er ekki annað hægt að segja en það hafi nú aldeilis tekist vel.

Alls voru það tíu hönnuðir/ hönnunarteymi sem tóku yfir verslun Rammagerðarinnar á hátíðinni og voru verkin afar fjölbreytt. Gestir gátu til viðbótar við kynningu teymisins Til & frá kynnt sér grafíska hönnun, prjónalist, keramik, handblásið gler og þar fram eftir götunum. Gaman er að bæta því við að titill sýningarinnar var sóttur í gamlar auglýsingar verslunarinnar sem hófust gjarnan með þessum orðum: „Gjörið svo vel að líta inn“.

Gestum var boðið að smakka nýjar matvörur og drykki sem runnu ljúflega niður.

Skylt efni: hönnunarmars

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...