Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Hönnunarteymi Til & frá tók vel á móti gestum
Hönnunarteymi Til & frá tók vel á móti gestum
Mynd / Stefanía Sigurdís
Líf og starf 29. apríl 2025

Gjörið svo vel að líta inn!

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Hönnunarmars, ein helsta hátíð og kynning íslenskrar hönnunar og arkitektúrs, var haldinn nýverið og margt forvitnilegt bar fyrir augu.

Íslenskir listunnendur gátu meðal annars heimsótt KJÖRBÚÐINA í Rammagerðinni við Laugaveg þar sem hönnunarteymið Til & frá kynnti og seldi ýmiss konar spennandi afurðir íslenskra geita og sauðfjár. Verkefnið er tenging íslenskra hönnuða við íslenska bændur í bland við nýsköpun þar sem hönnuðirnir þróuðu bæði áhöld svo og nýjar matvörur.

Einstakar vörur úr hágæða hráefni

Hönnuðirnir, þau Anna Diljá Sigurðardóttir, Elín Arna Kristjánsdóttir, Elín Margot, Helgi Jóhanns son og Kjartan Óli Guðmundsson, voru í samstarfi við geitabýlið Hrísakot, sauðfjárbýlið Hofstaði og Svæðisgarðinn á Snæ- fellsnesi. Verkefnið sækir innblástur í staðbundna hefð en sýnir þó þá möguleika sem felast í sauðfjárog geitabúskap. Var markmiðið að skapa einstakar vörur sem gera þessu hágæða hráefni hátt undir höfði og er ekki annað hægt að segja en það hafi nú aldeilis tekist vel.

Alls voru það tíu hönnuðir/ hönnunarteymi sem tóku yfir verslun Rammagerðarinnar á hátíðinni og voru verkin afar fjölbreytt. Gestir gátu til viðbótar við kynningu teymisins Til & frá kynnt sér grafíska hönnun, prjónalist, keramik, handblásið gler og þar fram eftir götunum. Gaman er að bæta því við að titill sýningarinnar var sóttur í gamlar auglýsingar verslunarinnar sem hófust gjarnan með þessum orðum: „Gjörið svo vel að líta inn“.

Gestum var boðið að smakka nýjar matvörur og drykki sem runnu ljúflega niður.

Skylt efni: hönnunarmars

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...