Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri og Einar Eðvald Einarsson, loðdýrabóndi að Syðra-Skörðugil, við afhendingu gjafarinnar.
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri og Einar Eðvald Einarsson, loðdýrabóndi að Syðra-Skörðugil, við afhendingu gjafarinnar.
Fréttir 20. janúar 2021

Gjöf til uppbyggingar á skólamann- virkjum í Varmahlíð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórn Menningarseturs Skag­firðinga hefur ákveðið að hætta starfsemi og afhenda sveitar­stjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar allar eigur Menningar­­setursins sem eru eftir sölu eigna 214.000.000 króna.

Í ljósi stofnskrár og með hliðsjón af sögu Menningarseturs Skagfirðinga fylgir gjöfinni sú kvöð að þessum fjármunum skal varið til uppbyggingar skólamannvirkja í Varmahlíð.

Menningarsetur Skagfirðinga er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var 1958. Skipulagsskrá hennar var samþykkt af dómsmálaráðherra og forseta Íslands árið 1965. Stofnendur voru áhugafólk um uppbyggingu á skóla og þjónustu í Varmahlíð.

Forveri Menningarseturs Skag­firðinga var Varmahlíðar­félagið sem var stofnað árið 1936, og hafði það meginmarkmið að byggja upp héraðsskóla í Varmahlíð. Til að sú uppbygging gæti orðið að veruleika keypti Varmahlíðarfélagið jarðirnar Reykjarhól og Varmahlíð af ríkissjóði árið 1941, en segja má að þær fjárfestingar hafi verið undirstaðan í allri uppbyggingu í Varmahlíð.

Með tímanum hafa hlutverk og áherslur hjá Menningarsetri Skagfirðinga breyst, sveitarfélögin hafa einnig stækkað og þjónustuhlutverk þeirra aukist í bæði skólamálum sem og á öðrum sviðum. Í ljósi þessa var samþykkt á stjórnarfundi Menningarseturs Skagfirðinga 17. desember 2020 síðastliðinn að hætta starfsemi og afhenda sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar allar eigur Menningarsetursins.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...