Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Gísli S. Brynjólfsson nýr stjórnarformaður Icelandic Lamb
Gísli S. Brynjólfsson nýr stjórnarformaður Icelandic Lamb
Líf og starf 8. október 2020

Gísli S. Brynjólfsson nýr stjórnarformaður Icelandic Lamb

Höfundur: Ritstjórn

Ný stjórn hefur verið kjör­in á aðal­fundi Icelandic Lamb. Gísli S. Brynjólfsson tek­ur við for­mennsku fé­lags­ins af Söru Lind Þrúðardóttir, en tveir nýir stjórnarmenn voru kjörnir í þriggja manna stjórn. Í stjórn­inni sitja nú ásamt Gísla, Eygló Harðardóttir fyrrverandi ráðherra og matreiðslunemi og Steinþór Skúlason, framkvæmdastjóri SS sem situr áfram í stjórn sem fulltrúi Landssambands Sláturleyfishafa. Eygló var kjörin af Bændasamtökum Íslands en Gísli er fulltrúi Landssamtaka Sauðfjárbænda.

Auk Söru Lindar vék Oddný Steina Valsdóttir úr stjórn. Aðspurður er Gísli þakklátur fyrir það traust sem sauðfjárbændur sýna honum með stjórnarkjörinu og horfir bjartsýnn til framtíðar. Hann segir töluverð tækifæri liggja í markaðssetningu íslenskra matvæla erlendis og hlakkar til að vinna áfram að því að tryggja íslensku lambakjöti þá alþjóðlegu gæðaviðurkenningu sem það á svo sannarlega skilið.

Nýverið fékk Icelandic Lamb heimild til markaðssetningar til íslenskra neytenda, en skrifað var undir viðauka við samning Markaðsráðs Kindakjöts og Atvinnuvegaráðuneytisins um Aukið virði sauðfjárafurða í september. Samkvæmt viðaukanum verður markaðsstofunni heimilt að vinna að kynningar- og ímyndarmálum fyrir sauðfjárrækt undir formerkjum Icelandic Lamb á innanlandsmarkaði og bíða nýrri stjórn krefjandi verkefni.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...