Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Gin- og klaufaveiki kom upp í Ungverjalandi í byrjun mars. Umfangsmiklar
ráðstafanir hafa verið gerðar af hálfu stjórnvalda og Evrópusambandsins
til að hindra frekari smit.
Gin- og klaufaveiki kom upp í Ungverjalandi í byrjun mars. Umfangsmiklar ráðstafanir hafa verið gerðar af hálfu stjórnvalda og Evrópusambandsins til að hindra frekari smit.
Mynd / Pixabay
Utan úr heimi 4. apríl 2025

Gin- og klaufaveiki eftir hálfrar aldar hlé

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Eftir 50 ára hlé berjast Ungverjar nú aftur við gin- og klaufaveiki. Hún greindist 7. mars á stóru nautgripabúi nálægt landamærum Slóvakíu.

lóvakíu. Strangar ráðstafanir hafa verið gerðar af hálfu ungverskra dýraheilbrigðisyfirvalda og Evrópusambandsins til að hindra útbreiðslu gin- og klaufaveiki sem greindist í hjörð mjólkurkúa á Györsvæðinu í vesturhluta Ungverjalands.

Fimmtíu ár eru síðan veiran greindist síðast í landinu. Kjötútflutningsmarkaður Ungverjalands er í lamasessi, útflutningur kjöts af búpeningi óheimill og takmarkanir á flutningi dýra innanlands. Hefur víðast verið lokað fyrir innflutning ungversks kjöts af nautgripum, svínum, kindum og hjartardýrum, þ.e. hráu kjöti og mjólkurafurðum, m.a. í Bretlandi.

Varúðarástand er einnig í Slóvakíu þar sem Györ-Moson-Sopronsýsla liggur að landamærunum. Dýragörðum hefur verið lokað. Viðbrögð við uppkomu pestarinnar í Evrópusambandsríkjum og öðrum löndum þar sem hún er ekki landlæg, eru fyrst og fremst að aflífa öll móttækileg dýr í þeirri hjörð sem sýkingin greinist í og jafnvel nágrannabúum í varúðarskyni.

Skv. Matvælastofnun hefur gin- og klaufaveiki ekki greinst í neinu öðru ríki Evrópusambandsins. Hún er aftur á móti landlæg í mörgum löndum heims og smit getur borist með ýmsum hætti milli landa. Ein algengasta smitleiðin er ólöglega innflutt matvæli. Gin- og klaufaveiki greindist í Þýskalandi í upphafi þessa árs og hafði þá ekki greinst í Evrópusambandsríki síðan 2011. Aðgerðir í Þýskalandi tókust vel og veiran var fljótt upprætt. Engin þekkt tenging er milli smitsins í Þýskalandi og þess sem nú kom upp í Ungverjalandi.

Gin- og klaufaveikiveiran sýkir ekki fólk og því stafar ekki hætta af umgengni við sýkt dýr né neyslu afurða. 

Skylt efni: gin- og klaufaveiki

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...