Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Gilsbakki
Bóndinn 26. ágúst 2016

Gilsbakki

Hafsteinn er fæddur í Kópavogi og Ann-Charlotte í Ludvika í Svíaríki. Lífsleiðir fléttuðust saman í Öxarfirði fyrir 12 árum síðan. Við keyptum jörðina 2012 eftir að hafa leitað að jörð í þó nokkurn tíma. 

Við höfum smám saman verið að fjölga fé og bæta stofninn með aðstoð góðra granna og vina.

Býli:  Gilsbakki.

Staðsett í sveit:  Öxarfirði.

Ábúendur: Hafsteinn Hjálmarsson og Ann-Charlotte Fernholm.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): 

Brynjar Freyr, 18 ára, Bergþór Logi, 13 ára, Carl Mikael, 7 ára, Isabella Ásrún, 5 ára, smalatíkin Ronja og kötturinn Brandur.

Stærð jarðar?  Um 600 ha með landi Gilhaga, óskipt heiðarland milli jarðanna. Ræktað land beggja jarða 55ha sem við nýtum.

Gerð bús? Sauðfjárbú.

Fjöldi búfjár og tegundir? Um 500 vetrarfóðraðar kindur, 7 hross, 9 endur og 8 hænur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 

Árstíðabundið eins og gengur og gerist á sauðfjárbúum. Bóndinn heimavinnandi og húsfrúin kennari í grunnskólanum.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Öll bústörf eru skemmtileg þegar vel gengur. Nema kannski skítasköfun.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði en vonandi getur frúin unnið meira heima.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru í góðum höndum þeirra sem hafa vit á því!

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel, en það byggist á að framleiðsluvörurnar seljist og viðunandi verð fáist fyrir þær.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Halda á lofti gæðum og hreinleika vörunnar.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Pepsi, ostur, smjörvi og egg.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ærfille, grjónagrautur, lambahryggur.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Fyrsti sauðburðurinn eftir að við keyptum jörðina.

4 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...