Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Gilsbakki
Bóndinn 26. ágúst 2016

Gilsbakki

Hafsteinn er fæddur í Kópavogi og Ann-Charlotte í Ludvika í Svíaríki. Lífsleiðir fléttuðust saman í Öxarfirði fyrir 12 árum síðan. Við keyptum jörðina 2012 eftir að hafa leitað að jörð í þó nokkurn tíma. 

Við höfum smám saman verið að fjölga fé og bæta stofninn með aðstoð góðra granna og vina.

Býli:  Gilsbakki.

Staðsett í sveit:  Öxarfirði.

Ábúendur: Hafsteinn Hjálmarsson og Ann-Charlotte Fernholm.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): 

Brynjar Freyr, 18 ára, Bergþór Logi, 13 ára, Carl Mikael, 7 ára, Isabella Ásrún, 5 ára, smalatíkin Ronja og kötturinn Brandur.

Stærð jarðar?  Um 600 ha með landi Gilhaga, óskipt heiðarland milli jarðanna. Ræktað land beggja jarða 55ha sem við nýtum.

Gerð bús? Sauðfjárbú.

Fjöldi búfjár og tegundir? Um 500 vetrarfóðraðar kindur, 7 hross, 9 endur og 8 hænur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 

Árstíðabundið eins og gengur og gerist á sauðfjárbúum. Bóndinn heimavinnandi og húsfrúin kennari í grunnskólanum.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Öll bústörf eru skemmtileg þegar vel gengur. Nema kannski skítasköfun.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði en vonandi getur frúin unnið meira heima.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru í góðum höndum þeirra sem hafa vit á því!

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel, en það byggist á að framleiðsluvörurnar seljist og viðunandi verð fáist fyrir þær.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Halda á lofti gæðum og hreinleika vörunnar.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Pepsi, ostur, smjörvi og egg.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ærfille, grjónagrautur, lambahryggur.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Fyrsti sauðburðurinn eftir að við keyptum jörðina.

4 myndir:

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...