Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Gildandi reglur um flutninga yfir varnarlínur
Fréttir 23. júní 2023

Gildandi reglur um flutninga yfir varnarlínur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Staðfestar hafa verið breytingareglugerðir vegna landbúnaðartengdra flutninga milli varnarhólfa með hliðsjón af mismunandi stöðu þeirra vegna riðuveiki.

Í tilkynningu frá Sigurbjörgu Bergsdóttur, sérgreinadýralæknis nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun, segir að fram hafi komið óskir um upplýsingagjöf um gildandi reglur.

„Eins og þekkt er gilda strangar reglur um flutning á lifandi jórturdýrum, tækjum og ýmsum varningi yfir varnarlínur til þess að varna útbreiðslu dýrasjúkdóma, einkum riðu í sauðfé. Samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma nr. 25/1993 er Matvælastofnun heimilt að takmarka eða banna flutning dýra, vöru eða tækja milli eða innan sóttvarnarsvæða, telji stofnunin að það valdi eða sé líklegt til að valda útbreiðslu sjúkdóma meðal dýra. Í reglugerð 651/2001 um riðuveiki og útrýmingu hennar koma fram helstu reglur sem gilda um flutninga:

  • 4. gr. Óheimilt er að flytja sauðfé til lífs milli sóttvarnarsvæða nema með leyfi yfirdýralæknis (Matvælastofnunar).
  • 4. gr. Af sýktu svæði og innan þess er almennt óheimilt að flytja sauðfé til lífs milli hjarða. Hægt er að sækja um sérstakt leyfi til Matvælastofnunar ef um er að ræða kindur með verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir.
  • 4. gr. Þá er óheimilt, nema með leyfi héraðsdýralæknis að flytja milli bæja innan sýktra svæða og áhættusvæða hvaðeina, sem getur borið smitefni milli staða svo sem hey, heyköggla, og hálm, húsdýraáburð , túnþökur og gróðurmold nema að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
    • a. Hey sé allt í plöstuðum
      stórböggum eða rúllum.
    • b. Þökur séu aðeins notaðar á
      svæðum þar sem sauðfé kemst ekki að.
      Þetta þýðir að ef versla skal með ofangreinda efnisflokka eða heyja tún í öðru varnarhólfi skal ávallt sækja um leyfi héraðsdýralæknis
  • 9. gr. Óheimilt er að flytja fjárklippur, markatengur, lyfjadælur og annan tækjabúnað, sem óhreinkast hefur af fé eða hugsanlega smitmengast á annan hátt á sýktu svæði til nota í landbúnaði á ósýktu svæði, án vottorðs frá héraðsdýralækni um að fullnægjandi sótthreinsun hafi átt sér stað. Þetta þýðir að ekki er leyfilegt að fara með þau tæki sem talin eru upp að ofan yfir varnarlínu nema með leyfi héraðsdýralæknis og að undangengnum þrifum og sótthreinsun.
  • 9. gr. Aðilar sem fara milli sóttvarnarsvæða, sýktra svæða, áhættusvæða eða ósýktra svæða með tækjabúnað til landbúnaðarstarfa skulu fá leyfi héraðsdýralæknis og vottorð um að fullnægjandi sótthreinsun hafi átt sér stað. Þetta þýðir að aðilar s.s. jarðvinnsluverktakar og heyvinnuverktakar mega ekki fara með tæki sín yfir varnarlínur nema með leyfi héraðsdýralæknis og að undangengnum þrifum og sótthreinsun á tækjunum.

Hafa ber í huga að héraðsdýralæknir vinnur úr öllum umsóknum í samráði við sérfræðinga stofnunarinnar í riðumálum og er ákvörðun tekin með hliðsjón af sjúkdómastöðu í viðkomandi varnarhólfum“, segir í tilkynningunni.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...